Vörutaxtar

Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörutaxtar

Síðan vörutaxtar bíður upp á skráningu á tímabundnum töxtum í sölu, hægt er að nýta þessa virkni til þess að útfæra t.d. happy hour tilboð eða útsölur á sérstökum dögum, mánuðum, klukkutímum eða lengri tímabilum.

Tveir valmöguleikar blasa við undir síðunni Vörutaxtar.

Fyrri valmöguleikinn er sá að leita eftir áður skráðum vörutaxta, farið er yfir alla leitar möguleika í undirkaflanum Leit.

Seinni valmöguleikinn er sá að stofna nýjan vörutaxta, farið er yfir skráningu nýrra vörutaxta í undirkaflanum Skrá vörutaxta.

Tegund
Fyrst þarf að ákveða tegund vörutaxtans, hægt er að velja úr fellilistanum hvort tegundin sé skráð í vökudögum, mánuðum eða tímabilum. Þessi tímabil sem valin eru munu gilda sem virkir tímar vörutaxtans.

Vikudagar
Ef valið er vikudagar í tegund þarf næst að velja hvaða vikudaga og á hvaða tímum vörutaxtinn er virkur. Tökum dæmi, ef að veitingastaður ætlar að skrá happy hour sem vörutaxta sem gildir frá 18:00 til 21:00 mánudag-fimmtudags ætti skráningin að líta svona út:

Mánuðir
Ef valið er mánuðir í tegund þarf næst að velja hvaða mánuðir og dagar innan þess mánaðar eru skráðir virkir fyrir vörutaxtanum. Tökum dæmi, ef að veitingastaður ætlar að skrá vörutaxta fyrir happy hour á mánaðardögunum 10-17 í mánuðum júní-ágúst á árinu 2020 myndi skráningin líta svona út:

Tímabil
Ef valið tímabil í tegund þarf næst að velja dagsetningar fyrir upphafs- og lokadagsetningu tímabilsins. Tökum dæmi, ef að verslun ætlar að setja af stað útsölu sem gildir á dögunum 15.06.20 til 15.08.20 myndi skráningin líta svona út:

Allar vörur/Vara/vöruflokkur
Ef hakað er í ''Allar vörur'' munu allar vörur úr vöruskrá fyrirtækisins tilheyra vörutaxtanum.
Ef hakað er í ''Vara'' þarf að velja allar staka vöru sem mun tilheyra vörutaxtanum, hægt er að leita eftir vörunúmeri og nafni vörunnar.
Ef hakað er í ''Vörufl'' þarf að velja vöruflokk út fellilistanum sem mun tilheyra vörutaxtanum, hægt er að sjá upplýsingar um stofnun vöruflokka hér.

Deild
Ef fyrirtækið er deildaskipt er hægt að velja úr fellilistanum deild sem vörutaxtinn er virkur á. Ef að deild er valin úr fellilistanum mun vörutaxtinn aðeins verða virkur fyrir þeirri deild.

Allir viðskiptamenn/Viðskiptamaður/Viðskiptamannaflokkur
Ef hakað er í ''Allir viðsk.m'' munu allir viðskiptamenn úr viðskiptamannaskrá fyrirtækisins tilheyra vörutaxtanum.
Ef hakað er í ''Viðsk.m.'' þarf að velja stakann viðskiptamann sem mun tilheyra vörutaxtanum, hægt er að leita eftir kennitölu eða nafni viðskiptamannsins.
Ef hakað er í ''Viðsk.m.fl'' þarf að velja viðskiptamannaflokk úr fellilistanum sem mun tilheyra vörutaxtanum, hægt er að sjá upplýsingar um stofnun viðskiptamannaflokka hér.

Einingarverð
Ef setja á fast einingaverð á vöru/vörur í vörutaxtanum skal haka í hér og stimpla inn einingarverð.

Prósenta
Ef um er að ræða prósentu afslátt/álagningu þarf að haka hér í og slá inn prósentu töluna og haka næst í annað hvort afslátt eða álagningu.

Verð er sótt í vöruskrá
Ef hakað er í hér mun verðið vera sótt beint úr vöruskrá.

Lýsing
Í þennan reit er gott að skrá lýsingu á vörutaxtanum svo auðveldara sé að greina hann frá öðrum vörutöxtum.

Lámarks einingafjöldi
Hér er hægt að skrá lágmarks einingafjölda til þess að virka vörutaxtann.

Hægt er að leita eftir skráðum vörutaxta sem er nú þegar til í kerfinu eftir eftirfarandi reitum: Lýsing, vara, vöruflokkur, viðskiptamaður og flokkur viðskiptamanna.

Ef sýna á aðeins virka vörutaxta þarf að vera hakað úr boxinu 'Sýna óvirka vörutaxta'.

Þegar búið er að finna vörutaxta sem leitað var eftir er hægt að smella á línu vörutaxtans og ætti þá vörutaxtinn að opnast á nýrri síðu þar sem hægt er að breyta honum.

Einnig er hægt að eyða út vörutaxta með því að smella á vörutaxtareyda. Hægt er að gera vörutaxta óvirkann með því að smella á vorutaxtiovirkurog ætti þá stöðu merki línunnar að breytast í vorutaxtivirkjasem virkar sömuleiðis sem takki til þess að virkja vörutaxtann á ný.

Til þess að raða vörutaxta töflunni eftir ákveðnum dálki þarf einfaldlega að smella á heiti dálksins sem finna má í efstu línunn

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband