Vöruflokkar

Hér er hægt að skilgreina vöruflokka sem síðan er hægt að tengja vörur á. Undir stjórnun í sölukerfi er hægt að stýra því hvort krafa er gerð um að allar vörur séu flokkaðar. Fyrirspurnir o.fl. í kerfinu er svo hægt að gera eftir völdum vöruflokki.

1. Tiltekt á vöruflokkum

Til að taka til í vöruflokkum er gott að notast við vöru- og vöruflokka viðmótið til að breyta skráningu með því að færa vörur milli vöruflokka og óvirkja vöruflokka sem ekki er verið að nota lengur og vörulista viðmótið til að sjá hvaða vörur eru á hvaða vöruflokk.

Vöruflokkur

Til að kalla fram Vöruflokk veldu
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vöruflokkur

  1. Heiti vöruflokks
  2. Nr vöruflokks stýrir röðun í kassa viðmóti / hægt að nota 10, 10a, 10b til að stinga inn vöruflokkum í röð
  3. Vöruflokkur óvirkjaður með því að smella á hak og breyta í rautt með upphrópunarmerki

Þegar búið er að finna vöruflokk sem á að sameina eða óvirkja þá þarf að kanna kvort vörur séu á þeim vöruflokk en þær þarf að flytja á vöruflokk sem verður notaður áfram

Vörulisti

Til að kalla fram Vörulista veldu
Sölukerfi / Fyrirspurnir / Vörulisti

  1. Veldu vöruflokkinn sem þú ætlar að óvirkja
  2. Veldu leita til að sjá hvort vörur eru á vöruflokknum

Vörur fluttar milli vöruflokka

Til að kalla fram Vörur veldu
Sölukerfi / Fyrirspurnir / Vörur

Í okkar dæmi ætlum við að flytja vörur frá vöruflokki 31-MA Matseðill yfir á 30 Matur.
Til að afmarka bara vörur á 31-MA

  1. Sláðu inn 31-MA
  2. Veldu Leita
  3. Veldu fyrslu vöruna
  4. Smelltu á fellilistann
  5. Veldu 30-Matur
  6. Veldu "Uppfæra"

Þegar þú hefur flutt allar vörur af vöruflokknum sem á að óvirkja ferð þú aftur í vöruflokka viðmótið og óvirkjar viðkomandi vöruflokk.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband