Hvernig skrái ég inn lífeyrissjóði í launabókhaldið?
Til þess að skrá upplýsingar um lífeyrissjóði inn í launabókhaldið þarf að fara undir Launabókhald > Viðhald skráa > Lífeyrissjóðir / innheimtuaðilar. Þar þarf að skrá inn upplýsingar um lífeyrissjóðina sem eru í notkun.
Upplýsingar um lífeyrissjóðina er að finna með því að smella á hlekkinn „ Upplýsingar um lífeyrissjóði og stéttarfélög í rafrænu skilagreinakerfi samtaka lífeyrissjóða.“. Til þess að skrá inn lífeyrissjóðina þarf að fylla inn upplýsingar í neðstu línunni á töflunni og smella á græna takkann í loka dálkinum til þess að bæta færslunni við.