Opna/Loka tímabilum
Hér er hægt að opna og loka tímabilum (mánuðum) fyrir skráningu undir Bókhald > Stjórnun > Opna/loka tímabilum.
Ýmsar aðgerðir í kerfinu sjá þó sjálfvirkt um að opna/loka tímabilum.
Fyrsta skráning færslu á árinu sér um að opna alla mánuði ársins en auðvitað er ekki leyft að skrá fram í tímann.
Þegar opnað er fyrir nýtt ár í skráningu í kerfinu lokast sjálfkrafa ár-2, t.d. ef opnað er fyrir árið 2008 þá lokast árið 2006.
Meginreglan er sú að öllum mánuðum er haldið opnum, en ef gerð er leiðrétting aftur í tímann sem hefur áhrif á þegar uppgerðan vsk þá krefst kerfið þess að gerð sé leiðréttingaskýrsla.
Rautt tákn sýnir að mánuður er lokaður fyrir skráningu færslna en grænt að hann er opinn. Með því að smella á táknið er hægt að opna/loka mánuði.
Einnig er hægt að velja aðgerðahnappa til að opna/loka öllum mánuðum ársins