Vsk flokkar

VSK flokkar er að finna undir Bókhald > Stjórnun > VSK flokkar

Umsýsla vsk flokka felst í einfaldri skráningu allra stýrisupplýsinga er varða vsk.

Upplýsingarnar eru atriði eins og lýsing, prósenta, hvort flokkur sé inn eða útskattur, á hvaða bókhaldslykil bóka á vsk, á hvaða bókhaldslykil á að bóka sölu sem tilheyrir vsk flokki og hvort það megi yfirskrifa reiknaðann vsk í skráningu.

Innskráningarsvæði merkt með stjörnu (*) þarf að fylla út. VSK flokkar eru síðan tengdir við bókhaldslykla.

Kerfinu fylgja tilbúnir vsk flokkar og er því ólílegt að notendur þurfi eitthvað að eiga við þá.

Lykill
Einkennislykill fyrir VSK flokkinn. Notað ''U'' fyrir útskattslykla og ''I'' fyrir innskattslykla og svo hlaupandi númer.

Lýsing
Lýsing eða nafn á VSK flokknum.

Prósenta
Prósenta fyrir VSK flokkinn.

Inn- eða útskattur
Segir til um hvort VSK flokkurinn sé fyrir inn-, eða útskatt.

Bókhaldsl. fyrir bókun VSK
Segir til um á hvaða bókhaldslykil bóka á VSK sem tilheyrir flokknum. Ef skráð er VSK prósenta krefst kerfið þess að skráður sé bókhaldslykill.

Bókhaldsl. fyrir bókun sölu
Segir til um á hvaða bókhaldslykil bóka á sölu sem tilheyrir flokknum. Ef VSK flokkur er útskattur krefst kerfið þess að skráður sé lykill fyrir bókun á sölu.

Má yfirrita reikn. VSK
Segir til um hvort það megi yfirskrifa VSK sem kerfið reiknar í skráningu færsla sem tilheyra VSK flokki. Í skráningu er þó alltaf gert ráð fyrir að breyta megi útreiknuðum VSK um +- 2 kr. til þess að gera ráð fyrir þörf á afrúnnun.

Svaraði þetta spurningunni? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us