Skilgreining bankareikninga

Hér eru skráðar upplýsingar um fyrirtækjabankann sem notaður er fyrir innsendingu á kröfum, greiðslum og millifærslum.

Til þess að geta sótt færslur í bankann og lesið beint inn í bókhaldið er nauðsynlegt að hafa þessa uppsetningu.

Undir Bókhald / Stjórnun / Skilgreining bankareikninga

Lýsing: Frjáls texti sem lýsir t.d. banka og reikningi.

Bankatenging: Hér er valið hvaða bankatengingu á að nota við að sækja færslur.

Reikningsnr: Númer reiknings sem færslur verða sóttar á, hafa sniðmát eins og er á mynd, 3 stafir, 2 stafir, 6 stafir.

Bókhaldslykill: Bókhaldslykill sem færslur eiga að bókast á. Mótlykillinn er svo skilgreindur undir “Færslustýringar”.

Bókhaldslykill banka er 7810 í Reglu.

clip0050

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband