Verktakagreiðslur
Hér eru unnar upplýsingar úr bókhaldi til að útbúa skil á verktakagreiðslum til RSK.
Það fyrsta sem gera þarf er að merkja bókhaldslykla sem eru fyrir verktakagreiðslur (ef ekki búið áður).
Þegar smellt er á hnappinn Verktakalyklar eru birtir þeir lyklar sem eru merktir en einnig er hægt að taka hakið af „Sýna eingöngu verktaka“ og birtast þá allir lyklar og hægt að merkja hverjir eru fyrir verktakagreiðslur.
Þegar því er lokið er slegið inn „Rekstrarár“ og smellt á „Nýtt uppgjör“.
Greiðslur pr. verktaka eru nú birtar samandregnar á bókhaldslykla. Ef hér birtast einhverjar greiðslur á bókhaldslykil sem ekki tilheyrir verktakagreiðslum er hægt að eyða þeim úr uppgjörinu með því að smella á .
Einnig er hægt að skoða sundurliðun færslna með því að smella á
.
Þegar verktakagreiðslur eru tilbúnar er sleginn inn „Veflykill“ og smellt á „Senda uppgjör“. Kerfið sendir nú verktakamiða til RSK og geymir upplýsingar um senda miða ásamt kvittun frá RSK. Ef þörf er á að prenta út verktakamiða er það gert með því að skrá sig inn á vefsíðu hjá RSK og prenta miða þaðan.
Nú er hægt að eyða verktakamiðakeyrslu (í árslok) þó henni hafi verið skilað til skatts og þannig keyra aftur og skila. Einnig hefur verið bætt við samtölum á upphæðum og fjölda til afstemminga.