Vsk uppgjör

Hér er keyrt vsk uppgjör fyrir valið tímabil.

Ef færslur sem gætu haft áhrif á vsk eru síðan skráðar eða breytt á tímabili sem búið er að keyra lætur kerfið vita af því og biður um að vsk sé endurreiknaður eða ef vsk uppgjör hefur verið staðfest býður kerfið upp á leiðréttingauppgjör eins og sést dæmi um á skjámynd hér að neðan.

VSK uppgjör - útreikningur

Valið er tímabil sem gera á vsk uppgjör fyrir og smellt á aðgerð Nýtt uppgjör. Einnig er alltaf hægt að skoða eldri uppgjör með því að velja Uppgjörstímabil. Alltaf er hægt að endurreikna eða eyða vsk uppgjöri ef ekki er búið að velja aðgerð Staðfesta og senda til RSK eða Staðfesta án sendingar til RSK.

Ef búið var að staðfesta vsk uppgjör og endurreikna þarf vsk krefst kerfið þess að gert sé leiðréttingauppgjör.

Þegar vsk uppgjör er staðfest verður til sjálfvirk bókun af vsk lyklum og á uppgjörslykil vsk (9535). Ef uppgjörslykill vsk er einhver annar en 9535 er hann skilgreindur undir Bókhald>Stjórnun>Bókunarstýringar.

Með því að smella á stækkunargler FIBSAC~1_img82 er vsk útreikningur skoðaður eftir bókhaldslyklum. Þaðan er svo hægt að velja aftur stækkunargler og er þá vsk útreikningur skoðaður alveg niður á færslur. Dæmi um þessar fyrirspurnir eru sýnd hér neðar.

Ef smellt er á stækkunargler fyrir Leiðréttingauppgjör sýnir kerfið bara þau gögn sem hafa áhrif á leiðréttingu.

Með því að velja tímabil og smella á Fyrirspurn er hægt að skoða vsk samandreginn á hvaða tímabil sem er t.d. samtölur fyrir allt árið.

Með því að smella á stækkunargler FIBSAC~1_img82 er hægt að skoða bókanir sundurliðað á bókhaldslykla og þaðan sundurliðað á færslur alveg eins og þegar um raunverulegt vsk uppgjör er að ræða.

Fyrirspurn sem gerð er geymist ekki í kerfinu nema á meðan unnið er með hana.

VSK skil

Neðri hluti skjámyndar sýnir samtölur vsk fyrir uppgjör til RSK.

Með því að slá inn veflykil frá RSK og velja svo aðgerð Staðfesta og senda til RSK er uppgjörið sent til RSK. Ef allt gengur upp þá kemur rafræn kvittun til baka frá RSK sem alltaf er hægt að skoða með því að smella á FIBSAC~1_img84

Ef gera þarf leiðréttingauppgjör er hægt að skila því handvirkt til RSK annaðhvort strax eða í lok árs við almennt skattauppgjör þegar keyrðar eru skýrslurnar Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts og Leiðréttingaskýrsla virðisaukaskatts.

VSK sundurliðaður eftir bókhaldslyklum

Með því að smella á stækkunargler er sýnd sundurliðun alveg niður á færslur sem tilheyra þeim bókhaldslykli.

Ef fleiri en einn lykill birtist í listanum hér að ofan er hægt að velja sundurliðun allra lykla með því að smella á hnappinn Skoða sundurliðun allra lykla.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband