Efnahagur/Rekstur

Fyrirspurn/útprentun á efnahags og rekstrarreikningi.

Valin er skilgreining fyrir yfirlit sem prenta á. Eins og fram hefur komið áður getur notandi breytt stöðluðum skilgreiningum sem fylgja kerfi og einnig búið til sínar eigin skilgreiningar.

Ef skilgreining er merkt sem rekstur eða efnahagur þá birtist með yfirliti listi yfir lykla, ef einhverjir eru, sem ekki hafa verið tengdir inn á skilgreiningu.

Dæmi um þetta sést á sýnishorni af efnahagsreikningi hér að neðan.

Skilgreining

Valin skilgreining, annaðhvort sem fylgja kerfi eða sem notandi hefur búið til.

Dagsetning frá
Dagsetning frá sem yfirlit á að miðast við.

Dagsetning til
Dagsetning til sem yfirlit á að miðast við.

Samanburðardags. frá
Dagsetning frá sem birta á tölur til samanburðar t.d. sami mánuður á síðasta ári.

Samanburðardags. til
Dagsetning til sem birta á tölur til samanburðar t.d. sami mánuður á síðasta ári.

Sýna eingöngu sundurliðun
Valið hvort yfirlit eigi að sýna sundurliðun upphæða eftir bókhaldslyklum.
Ef valið þá birtist þetta svæði: Sundurliða eingöngu skv. skilgreiningu. og hægt að velja eingöngu sundurliðun lína sem þannig eru skilgreindar, annars eru allar línur sundurliðaðar.

Sýna haus
Valið hvot sýna eigi hauslínu eins og sést á sýnishornum hér að neðan með skyggðum bakgrunni, með upplýsingum um fyrirtæki og hvenær keyrt. Neðst í útrpentun koma þó alltaf upplýsingar um fyrirtæki.

Haus á skýrslu
Haus sem prentast feitletraður og undirstrikaður á yfirlit eins og sést hér að neðan. Sjálfvirkt er hausinn búinn til út frá skilgreiningu sem valin er og valinni dagsetningu. Ef notandi vill getur hann slegið inn annann texta fyrir haus.

Sýnishorn af rekstarreikningi

Sýnishorn af efnahagsreikningi

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband