Tengd skjöl á tímabil
Sum skönnuð skjöl tilheyra hugsanlega ekki ákveðnum fylgiskjölum í bókhaldi og hentar því ekki að tengja þau á fylgiskjal. Þessi skjöl er hægt að tengja á tímabil þ.e. ákveðið ár og hugsanlega ákveðinn mánuð innan árs. Sjá Bókhald > Skráning færslna > Tengja skjöl.
Þessi skjöl er hægt að skoða hér Bókhald > Fyrirspurnir > Tengd skjöl á tímabil. Valið er til skoðunar ár og ákveðinn mánuður, eða allir mánuðir. Ef valið er „Engir“ í mánuðir eru bara birt þau skjöl sem ekki voru tengd á ákveðinn mánuð.