Hreyfingar

Boðið er upp á margskonar fyrirspurnir í hreyfingar með mismunandi vali á hreyfingum birtingarformi og úttaksformi þ.e. skjá, prentun, Excel eða PDF. Fyrsta skjámyndin býður upp á val á hreyfingum (Sía) og fyrirspurnarformi (Fyrirspurn).

Valin fyrirspurn gefur mismunandi svæði í úttaksformi. Þannig ef t.d. er valin fyrirspurn eftir bókhaldslyklum þá er birtur formaður hreyfingalisti eftir bókhaldslyklum. Og ef engin takmörkun er í síu nema á dagsetningar og hugsanlega ákveðnir bókhaldslyklar þá birtist staða í byrjun árs og samtals hreyfing fram að völdu tímabili og svo staða í lok tímabils.

Samskonar formaður listi birtist ef valin er fyrirspurn eftir viðskiptavinum. Þannig er hægt að fá saldólista viðskiptavina ef valinn er t.d. bókhaldslykill 7600.

Ef ekki er hakað við Allar kennitölur birtast táknin FIBSAC~1_img63 sem hægt er að smella á og fletta eftir ákveðnum viðskiptavini eða ákveðnum starfsmanni.

Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði fyrir víddir undir sía þannig að hægt sé að skoða færslur eftir víddum.

Ef hakað er við að Sýna samtölur við hverja línu birtist samtala aftast í hverri línu í þeim fyrirspurnum þar sem það á við.

Ef valið er að birta eingöngu samtölur er hægt að velja úr þeim lista að skoða sundurliðun á samtölunum með því að smella á stækkunargler 

FIBSAC~1_img65.

Valið að skoða sundurliðun á lykli 9530:

Öllu úttaki nema formuðum fyrirspurnum eins og t.d. eftir bókhaldslyklum eins og hér að ofan er hægt að raða eftir öllum dálkum.

Í ýmsum fyrirspurnum birtast upplýsingar sem “linkar” eins og t.d. Fskj. Í myndinni hér að ofan. Aðrar upplýsingar sem birtast sem linkar eru t.d. bókhaldslykill, kennitala og reikningsnúmer. Ef smellt er á þessa linka keyrist ný fyrirspurn skv. link.  Ef smellt er á link sem geymir reikningsnúmer og um er að ræða reikning sem kemur úr Reglu sölukerfi birtist mynd af reikningi eins og sést hér að neðan.

Ef hakað er við Halda vali þegar smellt er á link merkir það að fyrra val/sía sem notuð var verður notuð áfram. Þannig t.d. ef smellt væri á linkinn sem geymir kennitölu í skjámyndinni hér að ofan og hakað er í Halda vali myndi bara birtast færslur á þessa kennitölu sem jafnframt væru með bókhaldslykli 9530 sem búið er að velja áður. Ef ekki væri hakað við Halda vali myndu birtast allar færslur á þessa kennitölu.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband