Dagbók

Dagbókin birtir færslur allra fylgiskjala sem hafa verið skráð og staðfest og auk þess ófrágengnar færslur t.d. færslur frá banka sem eftir er að staðfesta.

Dagbókin er að finna undir Bókhald > Fyrirspurnir > Dagbók

Hægt er að velja færslur á ákveðnu tímabili.

Hægt er að velja ákveðinn fylgiskjalaflokk eða alla, eitt ákveðið fylgiskjal eða öll (ekkert valið).

Færslur óháð stöðu færslna eða eingöngu ófrágengnar færslur.

Dagbókinni er hægt að raða eftir öllum dálkum og hægt er að prenta hana, flytja í Excel eða pdf.

Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði fyrir víddir.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband