Sækja rafræna reikninga og senda í dagbók

Þessi aðgerð Bókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga birtir alla rafræna reikninga sem sóttir hafa verið frá vörusölum og ekki hafa verið bókaðir. Jafnframt eru aðrir hugsanlegir ósóttir reikningar sóttir þegar farið er í þessa aðgerð. Þá reikninga sem kerfið hefur fundið færslustýringar fyrir og eru því klárir til bókunar þ.e. með tákninu 

FIBSAC~1_img33 aftast í línunni er hægt að velja með því að haka við þá fremst í línu eða velja alla með því að haka í hauslínu fremst og senda í dagbók með því að smella á hnappinn „Senda valda reikninga í dagbók“.

Með því að smella á táknið  FIBSAC~1_img34 er birt mynd af reikningi. Neðst á mynd af reikningi birtast einnig upplýsingar um auka viðhengi sem hugsanlega fylgja reikningi og er þá jafnframt hægt að smella á táknmynd FIBSAC~1_img34 til að birta mynd af þeim.

Með því að smella á táknið  FIBSAC~1_img36 er reikningi hafnað en athugið þó að vörusali fær engar upplýsingar um að reikningi hafi verið hafnað þannig að hafa þarf sérstaklega samband við hann og láta vita ef þörf er á.

Með því að smella á línuna fyrir reikninginn birtast allar línur reiknings og þar er bæði hægt að skilgreina færslustýringar og/eða breyta línum beint.

Breyta reikningslínum/færslustýringar

Hér birtast allar línur reiknings og hægt er að skilgreina stýringar fyrir bókun á línum með því að smella á táknið 

FIBSAC~1_img38 til að búa til stýringu eða FIBSAC~1_img39 til að breyta.

Um leið og stýring hefur verið búin til eða henni breytt uppfærast allar línur skv. því.

Um leið og allar línur hafa fengið á sig fullnægjandi bókunarupplýsingar merkjast þær með:

FIBSAC~1_img40

og einnig reikningur og er þá hægt að smella á „Til baka/Sjá reikning“ og senda þá reikninga sem eru klárir í dagbók.

Hér er einnig hægt að smella á línu reiknings og skrá inn bókunarupplýsingar.

Mælt er þó eindregið með því að búa til stýringu þannig að næst þegar samskonar eða skyldur rafrænn reikningur er sóttur nýtist stýringarnar og reikningur þannig klár í bókun.

Skilgreina/Breyta færslustýringu

Efri hluti skjámyndar þ.e. „Skilgreiningar“ inniheldur þau svæði sem nota skal til að ákvarða innihald svæða fyrir bókun. Svæði fyrir bókun eru skilgreind undir „Bókun“. Stýringarnar virka þannig að eftir því sem fleiri atriði undir „Skilgreiningar“ eiga við reikningslínur þá er sú stýring notuð. Lágmarks upplýsingar undir „Skilgreiningar“ eru „Vörusali“ og „Vsk flokkur“ og eru þær teknar beint úr reikningi og ekki hægt að breyta þeim.

Í dæminu hér að neðan er sýnt að valið hefur verið að breyta stýringu. Eina svæðið sem tilheyrir stýringunni auk vörusala og vsk flokks er „Skýring inniheldur texta“ og þá á að nota bókhaldslykil 4082. Ekki er valinn neinn sérstakur texti í bókhaldsfærslur og í þeim tilfellum er nafn vörusala notað sem texti.

Ef hakað er við „Merkist sem óklárað“ þá fær færslan í dagbók rauða merkingu og kalla þarf hana upp í skráningu og staðfesta. Þegar smellt er á „Uppfæra“ uppfærast allar reikningslínur skv. stýringunni.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband