Sækja/Senda í dagbók
Bókhald / Skráning færsla / Sækja færslur í banka
Eftir að færslur hafa verið sóttar birtist listi yfir sóttar færslur. Svæðin frá og með “ Dags.” og til og með “Upphæð” eru svæðin eins og þau koma fyrir í færslu frá banka. Hægra megin á listanum frá og með “Lykill” og til og með “Kennitala” er það sem kerfið ákveður varðandi bókun á færslum skv. skilgreiningum undir “Færslustýringar”.
Alltaf er hægt að velja aðgerð “ Eyða færslum” og keyra aftur.
Þegar listinn er orðin ásættanlegur þá er framkvæmd aðgerðin “ Senda í dagbók” og keyrist þá sjálfkrafa upp „Skráning færslna“ „Skráning“ og með þeim færslum sem sendar voru í dagbók. Allar færslur frá banka bókast undir sér fylgiskjalaröð og bókast sem ófrágengnar. Ef þær eru villulausar merkjast þær með gulu tákni og er þá hægt að staðfesta þær auðveldlega í dagbók, annars merkjast þær með rauðu tákni og þarf þá að velja fylgiskjalið upp í skráningarmynd og staðfesta þar.
Þegar bankafærslur eru sóttar er hægt að velja að senda bara hluta af þeim í dagbók skv. færslulykli t.d. bara innborganir og einnig er hægt að ráða í hvaða röð þær sendast í dagbók. Ekki er þó leyft að sækja fleiri færslur í bankann fyrr en allt það sem síðast var sótt hefur verið sent í dagbók. Til að leyfa þetta er hakað við „ Leyfa sendingu bankafærslna í dagbók eftir færslulyklum“ undir „Bókhald > Stjórnun > Stýringar“.
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun / Viðhald skráa / Víddir stýringar & Víddir skilgreiningar bætast við svæði fyrir víddir.