Sækja færslur í banka

Þessi aðgerð „Bókhald > Skráning færsla > Sækja færslur í banka“ sækir færslur af bankareikningi, kreditkortum eða útsendar kröfur og ákveður hvernig á að bóka þær út frá skilgreiningum undir “Færslustýringar”.

Undir Bókhald / Stjórnun / Skilgreining bankareikninga eða Bókhald / Stjórnun / Skilgreining visa/mastercard kreditkorta birtast allar skilgreiningar sem gerðar hafa verið. Kerfið veit hvaða tímabil var síðast sótt og stillir “Dags. frá” miðað við það.

Kerfið geymir allar færslur sem sóttar hafa verið og er alltaf hægt að velja þær til skoðunar í „Fyrirspurnir“  “Sóttar færslur“.

Bókhald > Skráning færsla > Sækja færslur í banka

Eftir að færslur hafa verið sóttar birtist listi yfir sóttar færslur. Svæðin frá og með “Dags.” og til og með “Upphæð” eru svæðin eins og þau koma fyrir í færslu frá banka. Hægra megin á listanum frá og með  “Lykill” og til og með “Kennitala” er það sem kerfið ákveður varðandi bókun á færslum skv. skilgreiningum undir “Færslustýringar”.

Alltaf er hægt að velja aðgerð “Eyða færslum” og keyra aftur.

Þegar listinn er orðin ásættanlegur þá er framkvæmd aðgerðin “Senda í dagbók” og keyrist þá sjálfkrafa upp „Skráning færslna“ „Skráning“ og með þeim færslum sem sendar voru í dagbók. Allar færslur frá banka bókast undir sér fylgiskjalaröð og bókast sem ófrágengnar. Ef þær eru villulausar merkjast þær með gulu tákni og er þá hægt að staðfesta þær auðveldlega í dagbók, annars merkjast þær með rauðu tákni og þarf þá að velja fylgiskjalið upp í skráningarmynd  og staðfesta þar.

Þegar bankafærslur eru sóttar er hægt að velja að senda bara hluta af þeim í dagbók skv. færslulykli t.d. bara innborganir og einnig er hægt að ráða í hvaða röð þær sendast í dagbók. Ekki er þó leyft að sækja fleiri færslur í bankann fyrr en allt það sem síðast var sótt hefur verið sent í dagbók. Til að leyfa þetta er hakað við „Leyfa sendingu bankafærslna í dagbók eftir færslulyklum“ undir „Bókhald >Stjórnun > Stýringar“.

Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði fyrir víddir.

Breyta færslum/færslustýringum

Staða lengst til hægri í listanum sýnir hvort færsla er villulaus 

FIBSAC~1_img24 eða ekki FIBSAC~1_img25. Hægt er að breyta færslu með því að smella á línu. Við það fer færsla í breytingarham og birtist svona.

Hægt er að breyta bókhaldslykli, færslutexta og kennitölu. Bókhaldslykli og kennitölu er hægt að fletta upp í kerfinu með því að smella á FIBSAC~1_img27.

Ef færsla tilheyrir greiðslu á reikningi frá lánadrottni er hægt að skrá dagsetningu reiknings í svæðið „Dags. reikn.“ og gerir kerfið þá lánadrottnabókun skv. dagsetningu reiknings og svo bókun á greiðslu skv. dagsetningu bankafærslu.

Til að staðfesta breytingu á færslu er valið Enter eða FIBSAC~1_img28.

Táknin (aðgerðirnar) sem sýndar eru fremst í listanum hafa með færslustýringar að gera. Hægt er að viðhalda færslustýringum beint héðan. Með því að smella á FIBSAC~1_img29 er hægt að bæta við færslustýringu og með því að smella á FIBSAC~1_img30 er breytt færslustýringu sem til er fyrir.

Táknið FIBSAC~1_img31sýnir að færslustýring sem notuð var kom úr sjálfgefinni færslustýringu þ.e. færslustýringu úr sameiginlegum gagnagrunni sem fylgir kerfinu og hvert fyrirtæki fyrir sig hefur ekki aðgang að.

Hægt er þó að gera sjálfgefna færslustýringu óvirka með því að smella á táknið. Ef þörf er á að gera sjálfgefna færslustýringu virka að nýju er það gert í „Viðhald skráa“ „Færslustýringar“ og velja aðgerðahnapp „Óvirkar sjálfgefnar“ við það opnast þessi skjámynd hér að neðan þar sem hægt er að eyða út óvirkri færslustýringu sem þar með verður virk að nýju.

FIBSAC~1_img32

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband