Skilgreiningar fyrir Efnahags - og Rekstrarreikning
Bókhald > Viðhald skráa > Efnahagur/rekstur
Með kerfinu fylgja staðlaðar skilgreiningar á efnahags og rekstrarreikningi tilbúnar til notkunar.
Hægt er að nálgast Efnahags - og Rekstrarreikninga hér.
Skilgreiningarnar sem hér eru, stýra því hvernig skýrslurnar lýta út og hvaða upplýsingar eru til staðar.
Hægt er að stofna nýjar skilgreiningar, með því að slá inn Heiti og velja Tegund reiknings.
Ef skilgreiningin er ekki fyrir eingöngu rekstur eða eingöngu efnahag er valið Óskilgreint.
Ef valin er tegund Rekstur eða Efnahagur þá lætur kerfið vita ef það vantar að tengja einhverja bókhaldslykla af viðkomandi tegund inn á skilgreiningu.
Grunnupplýsingar skilgreininga
Til að breyta færslu í skilgreiningu er smellt á línu og fer þá færslan í breytingarham og hægt að breyta mismunandi atriðum eftir Tegund.
Tegund
Segir til um af hvaða tegund færsla er. Getur verið ''Auð lína'', ''Lína'', ''Haus'' eða ''Samtala''. Hver tegund hefur mismunandi atriði sem hægt er að skilgreina.
Raðnúmer
Hlaupandi númer sem stýrir því hvar færslan prentast á yfirlit.
Heiti
Heiti sem prentast á yfirlit.
Raðnúmer frá/til
Þetta svæði er eingöngu aðgengilegt fyrir samtals færslu. Segir til um hvaða skilgreindar línur á að taka með í samtölu.
Eðlilegt formerki
Þetta svæði er notað til að stýra því hvort setja á sviga utan um upphæð.
Sjálfgefið er Debet sem þýðir það að ef upphæð er í kredit þá kemur svigi utan um hana. Með því að velja Kredit kemur svigi utan um debet upphæðir.
Sýna í sundurliðun
Ef þetta er valið þá er þessi lína tekin með ef valið er að sýna sundurliðun í útskrift yfirlits. Í sjálfri útskriftinni er einnig hægt að velja að sundurliða allar línur.
Skýring
Innslegið texta svæði sem birtist undir dálk skýring í yfirlitum.