Færslustýringar
Færslustýringar hafa þann tilgang að stýra sjálfvirkri bókun færslna af bankareikningi og kreditkortum.
Skráningin skiptist í tvennt:
1. Skilgreiningar: Stillingar sem stýra tegund færslu sem kemur inn í kerfið.
2. Bókun: Hvert færslur bókast við innlestur.
Fara þarf í Bókhald>Viðhald skráa>Færslustýringar
Innskráningarsvæði merkt með stjörnu (*) þarf að fylla út.
Færslulykill
Færslulykill (Transaction key). Tafla frá bankakerfinu.
Færslukóði
Færslukóði (Category code). Tafla frá bankakerfinu.
Greiðandi/Texti (inniheldur)
Svæðið ''texti'' í bankafærslum þarf að innihalda innsleginn texta hér svo skilgreiningin eigi við.
Lykill
Bókhaldslykill sem færslur eiga að bókast á. Mótlykill er skilgreindur í skilgreiningum undir hlutverki ''Stjórnun''
Færslutexti
Hér er hægt að skilgreina ákveðinn texta sem á að bókast sem skýring í færslur. Textanum er að sjálfsögðu síðan hægt að breyta áður en fylgiskjal er staðfest.
Kennitala
Hér er hægt ap skilgreina ákveðna kennitölu sem á að bókast í færslur.
Merkist sem óklárað
Hér er hægt ap skilgreina að fylgiskjal fái merkinguna ''óklárað'' þ.e. rauða merkingu í dagbók þó að það sé villulaust.
Þegar búið er að skrá allt í Grunnupplýsingar, birtast færslustýringar í lista fyrir neðan.
Þó talað sé um sjálfvirka bókun fær fylgiskjal stöðuna “Ófrágengið” í dagbók og er ekki bókað fyrr en það er valið í skráningu og staðfest.
Hægt er að breyta öllum upplýsingum í fylgiskjali áður en það er staðfest. Ekki er þó leyft að eyða færslu eða breyta upphæð ef um er að ræða færslu vegna úttektar af bankareiningi eða kreditkortum.
Ef fylgiskjal er villulaust þá fær það gula merkingu í dagbók og hægt er að staðfesta það á einfaldann máta í dagbókinni, annars fær það rauða merkingu og þarf að velja það upp í skráningarglugga, lagfæra og staðfesta þar.
Neðst á skjámyndinni birtist listi yfir þegar skilgreindar “Færslustýringar” og er hægt að velja af honum til að breyta eða eyða.
Áður en færslustýringar eru skráðar í fyrsta sinn er rétt að sækja t.d. einn mánuð af færslum til banka “Sækja færslur” og nota þær færslur til að byggja upp skilgreiningar á færslustýringum. Undir liðnum „Sækja færslur“ er hægt að skilgreina færslustýringar á auðveldan máta.
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði fyrir víddir.