Hvar nálgast ég reikninga fyrir notkun á Reglu?
Reikningar fyrir notkun kerfa er að finna undir Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa.
Hér má nálgast alla reikninga sem Regla hefur sent fyrir notkun á hugbúnaðinum.
Einnig er hægt að uppfæra tölvupóstfang sem móttekur reikninga frá Reglu.
Notendur geta einnig keyrt fyrirspurn hreyfingalista fyrir viðskiptin við Reglu.
Valið er tímabil og smellt á ‘’Sækja’’. Þá opnast nýr gluggi og þar birtist staða hreyfingalista fyrir valið tímabil.