Deildir

Hægt er að skipta fyrirtækinu upp í deildir í Reglu.

Ath. gjald er fyrir hverja deild umfram eina, sjá nánar í verðskrá.

Búa þarft til deild frá grunni með því að fara í Stjórnun > Viðhald skráa > Deildir

clip0083

Eins og sést á myndinni er búið að stofna 3 deildir.

Til þess að stofna deild þarf að ýta á, stofna, setja inn nafn á deildinni og velja, lager ef við á, þ.e. ef búið er að stofna lager.

Til þess að stofna lager skal farið í Stjórnun > Viðhald skráa > Lager

Þegar búið er að skýra deildina og velja lager, þarf að ýta á clip0084til þess að velja inn starfsmenn sem tilheyra deildinni.

Að því loknu er ýtt á clip0085til þess að staðfesta skráningu og deildin verður til.

Til þess að stýra því hvar í kerfinu deildarskipting er notuð, (t.d. í launakerfi, bókhaldi og fl.), skal farið í Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar

Eftir að búið er að skrá sig inn á deild er enginn munur á milli deilda fyrir utan það að nafn deildar birtist efst í hægra horninu fyrir neðan nafn starfsmanns.

Óvirkja deild 
Ef þörf er á því að fækka deildum þá er það gert með því að óvirkja viðkomandi deild.
Veldu Stjórnun > Viðhald skráa > Deildir
Smelltu á hakið lengst til hægri í deildarlínu til að óvirkja

Svaraði þetta spurningunni? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us