Búa til deild og/eða óvirkja deild

Hægt er að nota deildir til þess að skipta upp fyrirtækinu, t.d. eftir útibúum.

Ath. gjald er fyrir hverja deild umfram eina, sjá nánar í verðskrá.

1. Búa til deild frá grunni

Til þess að búa til deild frá grunni þarf að velja: Stjórnun / Viðhald skráa / Deildir.

  1. Sláðu inn nafn á deildinni
  2. Hægt er að hafa mismunandi VSK númer fyrir deildir
  3. Hægt er að velja lager fyrir deildina
  4. Smelltu á 'Stofna'

2. Óvirkja deild 

Ef þörf er á því að fækka deildum þá er það gert með því að óvirkja viðkomandi deild.
Veldu Stjórnun / Viðhald skráa / Deildir
Smelltu á hakið lengst til hægri í deildarlínu til að óvirkja

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband