Hvernig bakfæri ég reikning í kassakerfi?

Eftir að reikningur hefur verið fullgerður er hægt að bakfæra reikninginn. Bæði er hægt að bakfæra reikninginn í kassakerfinu og inná regla.is.

Bakfæra í kassakerfi:

Þegar reikningur er fullgreiddur þá er hægt að ýta á Bakfæra reikning (einnig er hægt að finna eldri reikninga sem þarf að bakfæra í Reikningalisti hnappinum)

Nú sjáum við hvernig reikningurinn var greiddur (USD, EUR og ISK). 

Við ætlum að haka við allar greiðslur, þó það sé hægt að ógilda/bakfæra hvern greiðslumáta fyrir sig. 

Einnig má skrifa athugasemd við bakfærsluna. Annars er ýtt á OK og þá hefur reikningurinn verið bakfærður

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband