Innkaupatillögur

Þegar búið er að skrá inn upplýsingar um innkaup og birgja á vöruspjald er hægt að byrja að skrá og senda pantanir til birgja (Innkaupakerfi > Innkaupatillögur).

Í viðmóti þessarar síðu þarf að velja birgja og hvort sýna eigi aðeins vörur undir birgðalágmarki eða allar vörur birgjans.

Þegar smellt er á Sækja birtast allar þær vörur sem skráðar eru birgjan.

Hægt er að skrá upplýsingar í Vegna/verk og Athugasemd reiti á innkaupapöntuninni ásamt því að velja dagsetningu og lager sem verið er að panta inn á.

Taflan sem birtist mun innihalda allar þær vörur sem tengdar eru birgjanum. Í töflunni eru upplýsingar sem ættu að hjálpa til við ákvarðanatöku í innkaupaferlinu. Þar má nefna sölu í seinasta mánuði, sölu í núverandi mánuði, dagsetningu á seinustu pöntun og hversu mikið magn af vörunni er nú þegar búið að panta og er í pöntun.

Einnig er hægt að finna birgðastöðu á öllum lagerum fyrir vöruna. Birgðastaðan er annaðhvort lituð græn, sem þýðir að varan sé yfir lágmarksbirgðum eða lituð rauð, sem þýðir að birgðastaðan er komin undir lágmarks birgðastöðu.

Í næst seinasta dálk er síðan upphæðin sem kerfið stingur upp á að panta. Ef birgðastaðan er í lagi stingur kerfið ekki upp á að panta neitt en ef birgðastaða er undir öryggismörkum mun kerfið stinga upp á því magni sem skráð var á vöru.

Hægt er að yfirskrifa þessar tölur auðveldlega og er hægt að flakka á milli raða með því að ýta á Tab takkann á lyklaborði.

Magnið sem slegið er inn í dálkinn Pöntun er magnið sem mun skrást á innkaupapöntunina þegar smellt er á Skrá innkaupapöntun.

Þegar pöntunin er tilbúinn til skráningar þarf að smella á Skrá innkaupapöntun, hægt er að senda hana jafnóðum með tölvupósti ef hakað er við Senda í tölvupósti.

Að þvi loknu mun verða til innkaupapöntun:

Þegar innkaupapöntun er skráð á þennan hátt er auðvelt og þæginlegt að skrá innkaupin inn í bókhald og birgðakerfi þegar vörur berast.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband