Skanna inn reikninga og tengja
Hér má já yfirlit yfir virkni:
Til að sækja skönnunarforritin, þarf að leita af ' Regla Skönnun' í Apple App store og 'Regla Scan' í Google Play store.
- Fyrir iOS tæki Apple App Store
- Fyrir Android tæki Google Play Store
Regla er einnig með Windows útgáfu af forritinu og er það sótt með því að velja:
a. Notendanafn efst hægra megin á skjánum
b. Handbækur og stillingar
c. Skönnunar forrit
Til þess að tengja skönnuð skjöl þarf að velja Bókhald > Skráning færsla > Tengja skjöl. Þar koma skannaðir reikningar vinstra megin á skjánum og færslulisti hægra megin. Einnig er hægt að fletta eftir skjölum og sækja með því að smella á hnappinn ,,Fletta/sækja skjöl".
Til þess að fara á milli skjala þarf að nota þessa hnappa :
Skjöl eru tengd við færslu með því að hafa rétt skjal í birtingu og smella á :
við rétta færslu.
Við það hverfur skjalið úr birtingu og númer birtist við færsluna : númerið segir til um hversu mörg skjöl eru tengd færslunni. Til að skoða hvaða skjöl eru tengd stakri færslu þarf að smella á þetta númer, en við það kemur upp gluggi með öllum skjölunum. Þaðan er einnig hægt að aftengja skjöl.
Sum skjöl eru þess eðlis að ekki passar að hengja þau á staka færslu, heldur er nær lagi að hengja þau á tímabil. Það er hægt að gera með því að smella á :
efst á listanum.
Þar er annað hvort hægt að tengja skjalið við ár eða mánuð :
Til að skoða skjöl sem tengd eru við tímabil þarf að velja Bókhald > Fyrirspurnir > Tengd skjöl á tímabili.
Til þess að aftengja skjöl sem hanga á tímabilum þarf að smella á :