Stofna/Breyta/Skilgreina Bókhaldslykil

Undir Bókhald / Viðhald skráa / Bókhaldslykill er hægt að skoða alla stöðluðu bókhaldslyklana sem fylgja kerfinu.

Það er einnig hægt að stofna/breyta/eyða lyklum. 
Ef bætt er við nýjum lyklum þarf að passa uppá að setja inn réttan yfirlykil, VSK flokk og skattlykil. Það þarf einnig að passa að bæta lyklinum í uppgjörsgrúppu.

Auðvelt er að leita að bókhaldslykli eftir nafni lykils eða lykli og í leit að lykli nægir að hafa eingöngu byrjun á nafninu eða lyklinum. Ef ekkert leitarskilyrði er sett í leitarsvæðið munu allir bókhaldslyklar í kerfinu birtast.

Bókhaldslykillinn 7600(Viðskiptamenn) er fyrirfram skilgreindur í kerfinu sem bókunarreikningur sölu/viðskiptamanna og því er hvorki hægt að eyða honum né gera hann óvirkann.
Bókhaldslykillinn 9300 er safnlykill Lánadrottna.

Öll sala úr Reglu sölukerfi bókast á 1200(Sala vöru og þjónustu, efra þrep vsk) og skráist kennitala viðskiptavinar með í

Í ÞESSARI GREIN


Stofna nýjan bókhaldslykil

Til þess að stofna nýjan bókhaldslykil þarf að fara undir Bókhald / Viðhald skráa / Bókhaldslykill.

Ef ýtt er á flipann " Stofna" kemur þessi gluggi upp:

Nafn lykils
Nafn lykils er lýsandi nafn á lykli.

Yfirlykill
Velja hvaða yfirlykli lykillinn á að tilheyra. Athugið að yfirlykill sem lykill tilheyrir þarf að hafa lægri tölugildi en lykill. Kerfið lætur vita ef það er ekki.

Tegund lykils
Hérna er hægt að velja á milli efnahags eða reksturs. Lykill og yfirlykill sem hann tilheyrir þarf að vera af sömu tegund.

Sjálfgefinn texti í færslur
Þegar skráðar eru færslur á lykil kemur þessi texti sem sjálfgefinn í textasvæði. Það er þó hægt að breyta honum, sleppa eða skrifa nýjan að vild í færsluskráningunni.

Krefjast kennitölu í færslu
Hægt að merkja lykil þannig að þegar færsla er skráð á hann sé gerð krafa um að skrá í kennitölusvæði.

VSK - flokkur
Staðlaðir vsk flokkar fylgja kerfinu og ætti ekki að þurfa að eiga neitt við þá en ef verið er að stofna nýjan bókhaldslykil þarf að skrá vsk flokkinn hér.

Skattlykill
Velja skattlykil. Skattlyklar í kerfinu eru fengnir frá Ríkisskattstjóra.

Verktakalykill
Þeir lyklar sem eru fyrir greiðslur til verktaka eru merktir hérna.
Þegar uppgjör á verktakagreiðslum er sent til RSK þá ræður þessi merking hvaða færslur eru teknar með þ.e. allar færslur sem eru á lykla með þessari merkingu. Lyklarnir þurfa ekki endilega að vera rétt merktir þegar færslur eru bókaðar.
Hægt er að breyta merkingum þegar vinnan við uppgjör fer fram undir Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Verktakagreiðslur.

Leyfa bókun á lykli
Hér er skilgreint hvort leyft er handvirk bókun á lykil þ.e. undir Bókhald > Skráning > Skráning færsla. T.d. ættu allir vsk lyklar 9510-9532 að vera lokaðir fyrir handvirkri bókun þar sem allar bókanir á þá eru framkvæmdar sjálfvirkt í kerfinu.

Óvirkur
Segir til um hvort að lykill sé virkur eða óvirkur. Ef lykill er merktur óvirkur sést hann hvergi nema hér þar sem hægt er að viðhalda bókhaldlyklum og t.d. gera hann virkann aftur. Aftasti dálkur í bókhaldslyklalista sýnir hvort lykill er virkur eða óvirkur og er hægt að breyta stöðu hans með því að smella á táknið.Þegar búið er að stofna bókhaldslykilinn, þarf að skilgreina hann

Skilgreina bókhaldslykil

Til þess að skilgreina bókhaldslykil þarf að fara undir Bókhald / Viðhald skráa / Efnahafur/rekstur.

Ýta á línuna og þá kemur upp þessi gluggi:

Vinstra megin í glugganum, sést bókhaldslykillinn sem var verið að stofna

Til þess að skilgreina hann, þarf að færa hann yfir í dálkinn hægra meginn. (sjá á mynd)

Afrita bókhaldslykil

Fara þarf í listann yfir bókhaldslykla og ýta á þann lykil sem á að afrita.Ýta á hnappinn "Afrita" og setja inn viðeigandi upplýsingar, ýta svo á Skrá (sjá mynd)

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband