VSK meðhöndlun á reiðhjólum

Þessi virkni í Reglu er til að bregðast við Sérstökum ívilnunum vegna vistvænna ökutækja, bifhjóla, reiðhjóla o.fl. bls. 30
https://www.skatturinn.is/media/baeklingar/rsk_1119.is.pdf

Reiðhjól með stig- eða sveifarbúnaði
Við skattskylda sölu nýs reiðhjóls með stig- eða sveifarbúnaði er heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu fjárhæð að hámarki 200.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023

Létt bifhjól eða reiðhjól sem knúið er rafmagni
Við skattskylda sölu á nýju léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni er heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu fjárhæð að hámarki 400.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31 og með 31. desember 2023.

Byrjað er á því að stofna vörur og vöruflokka eins og venjulega en því til viðbótar þarf að stofna vöru sem tekur við vsk hlutanum af þeirri upphæð sem er umfram.

Til að skrá vsk hluta vöru þarf að skrá:
a. Vörunr
b. Vöru
c. Vöruflokk
d. Velja "Sala efra þrep"
e. Leyfa afslátt
f. Leyfa að yfirrita verð
g. Velja stofna til að vista skráningu

Næst þarf að setja skipun í ReglaProperties.ini skránna fyrir hvern kassa.
Þetta er gert með því að velja
Stjórnun / Viðhald skráa / Útstöðvar

Þar er rétt útstöð valin og svo ReglaProperties skráin opnuð til að setja inn eftirfarandi skipun:

ProductVatSegmentation : ReiðhjólVöruflokkur~Vsk
HlutaVara~200000 | RafhjólVöruflokkur~VskHlutaVara~400000

Þetta gæti litið svona út í skránni:

Þetta raungerist svo á kassanum þegar greitt er fyrir viðkomandi reiðhjól. Í þessu dæmi með Reiðhjól A þá kostar það 280 þús. Reiðhjólið er valið og svo þegar kemur að greiðslu þá skiptist færslan í 200 þús sem er undanskilið VSK og svo 80 þús sem reiknast með 24,5% vsk.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband