Bakfæra launakeyrslu
Oft þarf að lagfæra eitthvað í launum, eftir að launakeyrsla er bókuð, eða eftir að búið er að senda skilagreinar.
Ekki er hægt að endureikna launakeyrslur, ef búið er að senda út einhverskonar skilagreinar, svo sem Skattaskilagrein, bókhaldsskilagrein eða lífeyrissjóðsskilagreinar, eða bóka launakeyrsluna.
Til þess að leiðrétta, þarf því að bakfæra launakeyrsluna í heild sinni og búa til nýja.
Fara þarf í Launabókhald>Launavinnslu>Launakeyrsla og finna rétta launakeyrslu. Aftast í línunni á launakeyrslunni er blá ör, ýta þarf á örina og upp kemur gluggi sem biður þig að staðfesta, ýtir þar á ok og þá bakfærist launakeyrslan.
Síðan þarf að gera nýja launakeyrslu til leiðréttingar.
Að því loknu þarf að fara í Uppgjör>Uppgjörsvinnslur>Ýmis uppgjör og bóka nýja launakeyrslu.
Ef ný launakeyrsla er ekki bókuð, kemur upp villa, næst þegar á að gera nýja launakeyrslu, fyrir næsta launatímabil.