Stofna Húsfélagakerfi
Til að stofna kerfi þarf á heimasíðu Reglu að velja "Nýskráning"
Þá opnast þessi gluggi og slá þarf inn kennitölu húsfélagsins, nafni, tölvupóstfangi og það þarf að samþykkja skilmálana. Passið að setja rétt tölvupóstfang því þangað verða innskráningarupplýsingar sendar og í póstinum er fyrir utan aðgangsorð og leyniorð, slóð sem er mjög mikilvægt að nota við fyrstu innskráningu.Þegar búið er að skrá sig inn ofangreindri slóð og nota notendanafnið og lykilorðið sem voru í póstinum opnast neðangrein mynd.
Hér er mjög mikilvægt að velja "Húsfélag" í Grunnfyrirtæki, önnur svæði segja sig sjálf.
Framvegis er svo hægt að skrá sig inn á heimasíðu Reglu og ekki nauðsynlegt að nota slóðina sem barst í tölvupósti
Fyrstu skrefin
- Húsfélagið - allar fastar upplýsingar um félagið sjálft
- Skrá stýringar fyrir kröfur
- Íbúðareigendur - þessa skrá þarf að uppfæra þegar breytingar verða á eignarhaldi.
- Skilgreining bankareikninga - Svo hægt sé bæði að senda kröfur í banka og sækja færslur fyrir fjárhagsbókahaldið.
- Stofna þarf vörunúmer fyrir húsgjöldin
- Stofna áskriftarflokk og skrá greiðendur
Húsfélagið (fyrirtækið)
Fylla skal út í öll svæði sem merkt eru með stjörnu (*). Til þess að vista hugsanlegar breytingar skal smella á "Uppfæra"
Stýringar fyrir kröfur
- Númer banka: Viðskiptabanki húsfélagsins.
- Auðkenni: Þetta er þriggja stafa kóði sem þarf að fá hjá viðskiptabanka
- Gjalddagaregla: Hér þarf að ákveða hvaða greiðslufrestur á að vera á kröfunni.
- Eindagaregla: Hér þarf að ákveða hvenær krafa fellur í eindaga og fer að bera vexti.
Íbúðareigendur (viðskiptamenn)
- Leita = til að skoða og fletta upp þeim sem þegar er búið að stofna
- Sía = Þarna er t.d. hægt að haka út óvirka, þá sem eru fluttir eða búa ekki lengur í húsinu
- Stofna = Þarna opna skráningargluggi fyrir íbúðareigendur, það eru allskonar möguleikar því kerfið þarf að þjóna flóknum fyrirtækjarekstri, það eru örvar við þau svæði sem nauðsynlegt er að fylla inn í fyrir húsfélög.
Ef valið er að stofna viðskiptamann, opnast þessi mynd og nauðsynlegt að skrá upplýsingar í þau svæði sem rauður kassi er um. Í lokin er svo skráningin staðfest með "Skrá" takkanum.
Viðskiptamannalisti
Skilgreining bankareikninga
Vörunúmer
- 100 - Hússjóður
- 500 - Framkvæmdasjóður
Stofna áskriftarflokk
Verkefni gjaldkera
- Innheimta húsfélagsgjöld
- Greiða og bóka útgjöld
- Gera ársreikning
Innheimta húsfélagsgjöld
- Áskriftarkeyrsla þar sem færslur í bókhald og kröfur í banka myndaðar.
- Senda kröfur í banka og reikningar sendir til húseigenda.
Áskriftarkeyrsla
Þegar búið er að velja "Áskriftarkeyrsla" birtist þessi mynd, þar er hægt að breyta dagsetningu á reikningum og síðan er "Áfram" valið.
Þegar keyrslunni er lokið birtist eftirfarandi mynd og hægt að halda áfram ef allt í lagi.
Og að lokum þessi mynd með ýtarlegri upplýsingum og valið er að "Ljúka"
Senda kröfur í banka
Færslur í fjárhagskerfi
- Sækja færslur í banka
- Handfærðar færslur
Sækja færslur í banka
Bókhald - Skráning færslna - Sækja færslur í banka
- Sækja færslur
- Fara yfir rauðmerktar línur og bregðast við með nýrri færslustýringu eða einfaldri innskráningu
- Senda í dagbók
- Yfirfara dagbók
- Uppfæra dagbók
Skrá færslustýringu
Handfærðar færslur
Ársreikningur
Rekstrarreikningur
Hér er hægt að nálgast rekstrarreikninginn
Efnahagsreikningur
Hér er tímabilið og samabanburðartímabilið valið
Yfirlýsing húsfélags
- Vera búin að senda kröfur til dags dato
- Vera búin að sækja og uppfæra færslur frá banka til dags dato
- Vera búin að færa alla reikningar sem eru komnir sem ekki voru kostnaðarfærðir með innlestri á banka.
Þá birtist neðangreind mynd og með merkinu lengst til vinstri fæst nánari sundurliðun á völdum viðskiptamanni
Hér má sjá að Anna skuldar 10.000 kr, hefur ekki greitt neinn reikning og í athugsemd má sjá að eitthvað er ófært í kerfinu.
Verktakamiðar
Almennt
Nokkur almenn atriði í Reglu
Vafrar
Þegar talað er um og tekið dæmi um stillingar fyrir vafra í þessari handbók er miðað við Internet Explorer. Stillingar í öðrum vöfrum geta verið eitthvað öðruvísi.
Leyfa popup (allow popup)
Ýmsir hlutar kerfisins nota popup virkni og gæti þá komið melding um það í vafra. Veljið þá að leyfa alltaf popup frá þessari síðu.
Leyfa niðurhal (download)
Ef notaður er Internet Explorer vafri er möguleiki á að lenda í vandræðum við að sýna fyrirspurnir á PDF formi t.d. birta reikning. Til að koma í veg fyrir þetta er rétt að athuga stillingar í vafra:
- Veljið Tools > Internet options .
- Veljið Security flipa.
- Smellið á Custome level.
- Skrunið þar til sést Downloads.
- Veljið enable Automatic prompting for file downloads. Athugið að aðrar stillingar undir Downloads séu enabled
Stilling fyrir internet explorer
- Veljið Tools > Compatibility View settings
- Bætið regla.is á listann undir Websites you‘ve added to Compatibility View ef ekki þegar á þeim lista.
Afritataka
Þar sem Regla er vefkerfi sem keyrt er miðlægt á vefþjóni rekstraraðila kerfis er umsjón öryggisafrita í höndum þess rekstraraðila skv. sérstökum samningi. Notendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af þeim málum.