Hvernig skipti ég reikning í hluta
Til að geta skipt reikning í hluta þarf kassinn að vera með það stillt á, ef þú sérð skærin hjá reikningum þegar vörur eru valdnar þá er kassinn rétt stilltur. Í þessu dæmi ætlum við að láta einn aðila borga fyrir Smáréttir og annan fyrir Hamborgaratilboð.
Byrjum á því að ýta á skærin hjá reikningarlistanum (sjá mynd fyrir ofan) og þá fáum við upp Skipta reikningi glugga (sjá mynd fyrir neðan).
Hér ætlum við að láta fyrsta kúnnan borga fyrir Smáréttir. Byrjum á því að færa Smáréttir yfir til vinstri með því að ýta á örina. Svo til að láta kúnnan greiða ýtum við á Ganga frá.
Nú kemur aðeins Smáréttir í reikningarlistann.
Nú gerum við:
a) Stimplum inn upphæðina
b) Veljum greiðslumáta (t.d. kort eða pening)
Þegar búið er að ganga frá Smáréttir mun Skipta reikningi glugginn koma aftur upp. Nú gerum við sömu þrep og áðan til að klára að sölu á Hamborgaratilboð og þá er reikningurinn fullgreiddur.
Ef stærri reikninga er um að ræða fylgjum við sömu þrepum en veljum allar þær vörur sem við viljum láta greiða fyrir fyrst.