Team Viewer

Ef þú lendir í tæknilegum vandræðum er gott að hafa Team Viewer í tölvunni.
Með Team Viewer getum við tengst tölvunni þinni og þannig sparað bæði tíma og kostnað við að þurfa ekki að koma á staðinn.

Hægt er að nálgast Team Viewer á www.regla.is undir þjónustu flipanum. Þar er hægt að velja fjartenging (sjá mynd)

Hér velur þú Windows eða Apple (fer eftir hvaða stýrikerfi tölvan notar) og þá byrjar Team Viewer að niðurhalast.

Í Team Viewer forritinu sjálfu þarf að gefa upp auðkennisnúmerið (Your ID) og svo leyniorð (Password) við starfsmann Reglu. Við tengjumst aðeins tölvunni með þínu samþykki.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband