Endursetja lykilorð fyrir bankatengingu vegna innlesturs á færslum
Ef lykilorði hefur verið gleymt þarf að byrja á því að hafa samband við þjónustufulltrúa viðkomandi banka og biðja um nýtt lykilorð fyrir B2B tengingu. Þegar það er komið þarf að endursetja lykilorðið í Reglu. Ef slegið var inn vitlaust lykilorð þá er nóg að endursetja lykilorðið.
Endursetja lykilorð
Farðu undir Bókhald / Stjórnun / Skilgreining bankareikninga.
- Smelltu á réttu skilgreiningu úr listanu
- Smelltu á "Endursetja lykilorð".
ATH! Þegar smellt er á "Endursetja lykilorð" kemur engin melding heldur mun lykilorðið sem sett var inn áður þurrkast út. Við næstu aðgerð, sem tengist bankanum, t.d. lesa inn færslur í banka, opnast glugginn þar sem sett er inn notendanafnið og nýja lykilorðið frá bankanum.