Stéttarfélög - Stofna/bæta við gjaldaliðum
Stéttarfélög á Íslandi eru mörg og því eru ekki öll félög landsins skráð inn í Reglu.
Þegar byrjað er að nota Launakerfið, þarf að athuga hvort að öll stéttarfélög séu forskráð í Reglu. Ef ekki þarf að stofna það inn.
Einnig þarf alltaf að setja inn gjaldaliði í stéttarfélögin, gjaldaliðir eru ekki forskráðir.
Stofna nýtt stéttarfélag:
Byrja þarf á þvi að fá eftirfarandi upplýsingar hjá viðkomandi stéttarfélagi:
- Hvaða gjaldaliðir eru notaðir hjá félaginu
- Hlutfall hvers gjaldaliðs
- Innheimtuaðili félagsins
- kennitala félagsins
- Númer félagsins (Þriggja stafa nr. - Í Reglu er bætt 2. fyrir framan)
- Notandanafn og lykilorð fyrir skilagreinar
Fara þarf í Launabókhald>Viðhald skráa>Stéttarfélög, Skrolla neðst og fylla inn í reiti viðeigandi upplýsingar
- Bæta þarf tölustafnum "2" fyrir framan númer stéttarfélagsins.
- Setja inn kennitölu og nafn félagsins.
- Velja innheimtuaðila og ýta á +
Setja inn gjaldaliði:
Smella á táknið í línunni, til vinstri, þessi gluggi kemur upp:
- Velja gjaldalið í felliglugga
- Setja inn í dálkinn Gjald rétt hlutfall (Breytilegt eftir stéttarfélögum)
- Smella á +
- Uppfæra
Ath ef gjaldaliðir eru settir inn í stéttarfélög, efitr að launavinnsla er keyrð, verður að endurreikna launavinnslu eftir að búið er að setja inn gjaldaliðina.