Viðskiptavinur opnar á úttektir starfsmanna í B2B

1. Ef þitt fyrirtæki er ekki með aðgang að Reglu þá þarf að byrja á því að fara á regla.is og velja "Nýskráning" / Ef þú ert þegar með aðgang að Reglu viðskiptakerfi færðu þig yfir á skref # 7

2. Fylltu út kenntölu, nafn fyrirtækis, tölvupóst og hakaðu við að samþykkja skilmála og veldu "Nýskráning"

3. Við það færðu skilaboðin "Nýskráning tókst / Staðfestingartölvupóstur hefur verið sendur"

4. Opnaðu næst staðfestingartölvupóstinn og smelltu á slóðina (1)

5. Notaðu Notendanafnið og Lykilorðið úr staðfestingartölvupóstinum (2) til að skrá þig inn

6. Skráðu nánari upplýsingar (1) og veldu Sölu- og birgðakerfi (2) (ath. þessi virkni er án endurgjalds svo framarlega sem ekki er verið að gefa út reikninga).

7. Stofnaðu birgjann sem viðskiptavin (í okkar dæmi Matstöðin) ef ekki til þegar með því að velja
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Viðskiptamenn

8. Skrifaðu Matstöðin og veldu svo Stofna

9. 
a. fylltu út kt. birgja í okkar dæmi Matstöðvarinnar
b. veldu Annað flipann

10.
a. hakaðu við "Starfsmenn okkar mega taka út í reikning hjá þessum viðskiptamanni" og svo Skrá til að vista breytingar.

11. Til að velja hvaða starfsmenn mega svo skrá í reikning þarf að fara í
Stjórnun / Viðhald skráa / Stafsmenn

12. Þar er starfsmaður stofnaður ef ekki til og svo er hakað við "Úttekt leyfð hjá völdum viðskiptamönnum" og Úttektarkóði (PIN) skilgreindur.
Passið að fylla bara út eftirfarandi reiti:
- Kt.
- Nafn
- taka hakið úr við "Notandi kerfa"
- eyðið út "Notendanafn"
- GSM
- Netfang
- hakið við "Úttekt leyfð hjá völdum viðskiptamönnum"
- Úttektarkóði (má vera hvaða 4 stafa pin sem er en flestir velja 1234)

13. Þegar starfsmaður mætir svo í mat í Matstöðina gefur hann sig fram í afgreiðslu og fær þar POSA (PAX) tæki þar sem auðkennis kort (starfsmannakort eða annað) er parað við Kt. og PIN. Valið er "Innskrá með kennitölu"

14. Sláðu inn Kt. Starfsmanns

15. Sláðu in PIN starfsmanns

16. Veldu "Já" til að tengja starfsmannakort eða annað kort með örgjörfa

17. Berðu síðan kortið við enda tækis og við það kemur píp hljóð sem staðfestir að aðgerðin tókst

18. Nú hefur þú tengt saman kennitölu og kort og getur auðkennt þig framvegis þegar þú mætir í mat í Matstöðina. Það sem gerist er að þú berð kortið upp að nemanum og við það kemur píp hljóð til að staðfesta að þetta hafi tekist og miði/afgreiðsu miði prentast út.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þér frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband