Gjafabréf og Inneignarnótur
Ath. Ef þú hefur ekki þegar farið yfir Stillingar fyrir Gjafabréf og Inneignarnótur þarftu að gera það fyrst.
Að vinna með Gjafabréf og inneignarnótur flokkast yfirleitt í eftirfarandi aðgerðir
- Búa til Gjafabréf
- Taka við Gjafabréf sem greiðslumáta
- Gefa til baka frá Gjafabréfi með Til baka með inneignarnótu
- Taka við Inneignarnótu sem greiðslumáta
1. Búa til gjafabréf
Til að kalla fram Gjafabréf sem vörur þarf að leita að þeim
a. nóg er að slá inn upphafsstafi gjafa
b. veldu LEIT
Hér getur þú valið upphæð á gjafabréfinu.
Til að útbúa gjafabréf og velja upphæð velurðu Gjafabréf 0 kr.
a. sláðu inn upphæðina sem viðskiptavinur vill kaupa fyrir, í okkar dæmi 15,000 kr.
b. veldu VERÐ
Einnig er hægt að selja gjafabréf með öðrum vörum og hægt að selja fleiri en eitt gjafabréf í einu,
T.d. Er hægt að kaupa vörur og svo bæta við tveim gjafabréfum á 5,000 kr. stykkið.
a. við það uppfærist einingaverðið
b. næst er að greiða fyrir gjafabréfið og í okkar dæmi veljum við að gera það með peningum, þannig að það þarf að slá inn upphæð
c. og velja Peningar
Við það prentast út nóta sem inniheldur númer á gjafabréfinu.
Þegar síðar er tekið við gjafabréfinu sem greiðslumáta (næsta skref) er hægt að fletta upp númeri gjafabréfsins í kassakerfinu.
2. Taka við Gjafabréfi sem greiðslumáta
a. búið er að slá inn vörur sem viðskiptavinur ætlar að greiða með gjafabréfi
b. veldu Gjafabréf sem greiðslumáta
Veldu rétt gjafabréf úr listanum, hægt er að nota Leita til að flýta fyrir
a. Í okkar dæmi völdum við gjafabréfið sem við vorum að búa til upp á 15,000 kr. og skilar það sér sem vöruskil (vöruskil vegna þess að það er selt með vsk.).
b. við það myndast inneign upp á 8,850 kr. sem þarf að útbúa inneignarnótu
3. Gefa til baka frá Gjafabréfi með Til baka með inneignarnótu
c. veldu Til baka með inneignarnótu sem greiðslumáta til að búa til inneignarnótu fyrir inneign
Við það prentast út inneignarnótan og er tilbúin til notkunar af handhafa.
4. Taka við Inneignarnótu sem greiðslumáta
a. búið er að slá inn vörur sem viðskiptavinur ætlar að greiða með inneignarnótu
b. veldu Inneignarnóta sem greiðslumáta
Veldu rétta inneignarnótu úr listanum, hægt er að nota Leita til að flýta fyrir
a. Í okkar dæmi völdum við inneignarnótuna sem við vorum að búa til upp á 8,850 kr. og skilar það sér sem innborgun
b. við það myndast inneign upp á 2,700 kr. sem þarf að útbúa inneignarnóta
c. veldu Til baka með inneignarnótu sem greiðslumáta til að búa til inneignarnótu fyrir inneign
Við það prentast út inneignarnótan og er tilbúin til notkunar af handhafa.
Fletta upp Gjafbréfum
Hægt er að fletta upp gjafabréfum með því að
a. velja vöru
b. velja gjafabréf
c. leita í gjafabréfum
Fletta upp Inneignarnótum
Hægt er að fletta upp Inneignarnótum með því að
a. velja vöru
b. velja Inneignarnóta
c. leita í Inneignarnótum
Eyða gjafabréfum
Í einhverjum tilfellum getur verið æskilegt að eyða gjafabréfum. Þá er ekki nóg að bakfæra reikning sem gjafabréf var selt á.
Til að eyða gjafabréfum þarf að fara á regla.is.
Velja Sölukerfi -> Skráning og Viðhald -> Reikningar
Undir Tegund, veldu Gjafabréf og smelltu svo á Listun gjafabréfa.
Þá kemur eftirfarandi gluggi.
Í þessu dæmi ætlum við að eyða gjafabréfi nr.23. Við flettum því upp með því að setja númer gjafabréfs í leitarreitinn og smella á leita.
Til að velja gjafabréfið ýtum við svo á bréfa icon lengst til vinstri.
Eftir að gjafabréfið hefur verið valið birtist það undir "Valið Gjafabréf". Sjá eftirfarandi glugga.
Þar til hægri er hægt að smella á "Eyða skráningu"