Stillingar fyrir gjafabréf og inneignarnótur

Til að geta notast við gjafabréf og inneignarnótur þarf fyrst að stilla því upp í Reglu áður en hægt er að gefa út og taka við sem greiðslumáta í kassakerfinu.

Stofna Gjafabréf og Inneignarnóta sem vörur

1. Til að stofna vöruna Gjafabréf veldu
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur

a. Veldu Stofna
b. Skráðu vörunúmer, algengt er "Gjafabr"
c. Skráðu vöruheiti, algengt er "Gjafabréf"
d. Veldu hæsta Vsk flokk sem fyrirtæki þitt selur vörur á (skv. reglum RSK)
e. Hakaðu við að leyfa afslátt
f. Hakaðu við að leyfa að yfirrita verð
g. Veldu að skrá vöru

Endurtaktu sama ferli fyrir Inneignarnóta

a. Veldu Stofna
b. Skráðu vörunúmer, algengt er "Inneign"
c. Skráðu vöruheiti, algengt er "Inneignarnóta"

Hægt er að velja vöruflokk til að varan Gjafabréf sé auðfundin í kassa viðmóti td. Ýmislegt eða Annað

d. Veldu Sala án vsk.
e. Hakaðu við að leyfa afslátt
f. Hakaðu við að leyfa að yfirrita verð
g. Veldu að skrá vöru

2. Næst þarf að virkja gjafabréf og inneignarnótur í stýringum með því að velja
Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar

a. Veldu "Vörur" flipann
b. Veldu rétt vörunr. (í okkar tilfelli Inneign) sem vörunr. fyrir inneign
c. Hakaðu við "Gjafabréf sem vörusala"
d. Veldu rétt vörunr. (í okkar tilfelli Gjafabr) sem vörurnr. fyrir gjafabréf
e. Vistaðu breytingar með því að velja Uppfæra

3. Næst þarf að virkja gjafabréf og inneignarnótur í tegundum reikninga með því að velja
Sölukerfi / Stjórnun / Tegundir í skráningu reikninga

a. hakaðu við bæði "Inneignarnóta" og "Gjafabréf"
b. veldu "Uppfæra" til að vista breytingar

4. Nú er búið að stofna allt sem þarf í bakendanum (regla.is), næst er að bæta við tökkum og stýringu á kössum. Þetta þarf að gera fyrir hvern kassa.

Þetta er gert með því að velja
Stjórnun / Viðhald skráa / Útstöðvar

a. veldu réttan kassa úr listanum
b. opnaðu "ReglaProperties" skrána með því að velja "Edit"

a. Bættu við greiðslutökkum
- GC til að virkja Gjafabréf
- CN til að virkja Inneignarnótu
- CNCHANGE til virkja Til baka með inneignarnótu
...gert með því að bæta við " GC,CN,CNCHANGE í línuna PaymentButtons
b. Bættu við vörunr. Inneignarnótu í okkar dæmi er það Inneign í línuna CreditNoteProductNumber
c. Veldu "Save" til að vista breytingar

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þér frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband