Desemberuppbót


Öllum launagreiðendum á Íslandi, ber skylda til að greiða launþegum sínum uppbót með desemberlaunum, samkvæmt kjarasamningum.

Allir sem starfað hafa í 100% starfi í 45 vikur á ári eiga rétt á fullri desemberuppbót. Sé fólk í hlutastarfi á það líka rétt á desemberuppbót en fær hana greidda eftir starfshlutfalli sínu. Til að eiga rétt á lágmarks uppbót þarf fólk að hafa starfað samfleytt í þrjá mánuði á árinu og fær þá greitt eftir starfshlutfalli og starfstíma.

Upphæð desemberuppbótar fer eftir kjarasamningum. Best er að leita upplýsinga hjá því stéttarfélagi sem launþegar eru skráðir í, til þess að vita hversu há upphæðin á að vera hverju sinni. 

Desemberuppbót í Reglu 

1. fara inn í viðkomandi stéttarfélag og setja inn upphæð uppbótarinnnar sem hún er það ár sem við á.

Launabókhald>Viðhald skráa>Stéttarfélög

2. Búa til Launakeyrslu fyrir desember 
Þegar launakeyrsla er búin til fyrir desember, kemur launaliðurinn fyrir desemberuppbót sjálfkrafa inn á launþegana og  einnig upphæðin sem sett          var inn í gjaldalið stéttarfélagsins (liður 1).

Ef Launaliðurinn kemur ekki sljálfkrafa inn, þarf að fara í Launabókhald > Viðhald skráa > Launa og frádráttarliðir,  finna
launalið nr. 130 (Desemberuppbót) og athuga hvort að það sé skrifað "nóvember" í dálkinn "í mánuði" 
Ef þessi dálkur er tómur, kemur launaliðurinn ekki inn sjálfkrafa og þá þarf að breyta því inn í Launa og frádráttarliðum

Ef greiða þarf út desemberuppbót í öðrum mánuði en desember, eins og t.d. við starfslok launþega, 

þarf einnig að fara inn í þennan  launalið og hreinsa út úr honum "nóvember", hafa þann lið þá tómann.
Þá er hægt að setja launaliðinn inn hvenær sem.     

Ef skráður er mánuður í dálkinn,  leyfir kerfið ekki að nota launaliðinn í öðrum mánuði en er í reitnum.

3. Setja inn rétta desemberuppbót á launþega í launkeyrslunni. 
Eins og fram hefur komið, eru ekki allr sem fá greidda desemberuppbót að fullu. Það fer eftir starfshlutfalli hvers og eins 
og einnig eftir því hversu marga mánuði starfmaður hefur unnið á árinu. 

Í Reglu er ekki hægt að reikna sjálfkrafa út hversu stórt hlutfall af desemberuppbót hver og einn á rétt á, það þarf að 
handreikna út á hvern starfsmann, rétta upphæð eða rétt hlutfall. 

Hægt er að setja inn útreiknaða desemberupphæð eftir rétti hvers og eins, með tvennum hætti. 

1. Breyta upphæð sem hefur komið beint inn á launaliðinn við launakeyrslu.
Ef nota á þessa aðferð, þ.e. að reikna út hvaða upphæð viðkomandi á að fá miðað við starfhlutfall,
þarf að PASSA VEL að það sé skráð nei í alla dálkana, "útreiknuð fjárhæð", "Leyfa Prósentur", "skrá fjölda"

Ef skráð er "já" í þessa þrjá dálka sem sjá má á mynd, þarf að fara inn í Launa og frádráttarliði og breyta í "Nei
Til að breyta launaliði þarf að fara í Launabókhald>Viðhald skráa>Launa og frádráttarliðir

Launaliðurinn á að líta svona út, hægt er að breyta með því að smella á dálkinn sem á að breyta.

2. Setja inn hlutfall af  desemberuppbót inn á launþega
Ef nota á þessa aðferð, þarf að passa vela að það sé "já" í dálkinum leyfa fjölda og setja þarf inn fjölda bæði hjá þeim sem eru með 100% bætur og hjá þeim sem eru með hluta af bótum, miðað við starfhlutfall og unna tíma á árinu.

MJÖG MIKILVÆGT AÐ SETJA INN Í FJÖLDI 1 ÞEGAR ÞAÐ ER JÁ Í AÐ SKRÁ FJÖLDA, ANNARS DETTUR UPPHÆÐIN ÚT!!!!!!!

Misjafnt er hvernig fólk kýs að setja inn hlutabætur, þar sem sumum finnst auðveldara að reikna út í hlutföllum og sumum finnst betra að reikna út bætur. 

Ef sett er inn hlutfall eins og í skrefi 2, þá kemur það fram á launaseðli, hversu hátt hlutfall af bótunum viðkomandi fær. 

Dæmi af launaseðli þegar sett er inn fjölda í hlutfall:



Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband