Starfsmaður getur séð skráða tíma

Til að opna á að starfsmaður geti séð tímaskráningu sína í gegnum síma sinn þá er þarf að veita starfsmanninum hlutverk. Veldu Stjórnun / Viðhald skráa / Starfsmenn

1. Veljið starfsmann

2. 
a. Hakið við Notandi kerfa, fyllið út Notendanafn og smelltu á græna hakið til að kanna hvort að það sé laust  
b. Ef notendanafnið er laust kemur "Þetta notendanafn er gilt"
c. Passaðu að rétt tölvupóstfang sé fyrir starfsmann
d. Veldu Uppfæra til að vista 

3. Til að notandi fá lykilorðið sent þarftu að
a. Velja notanda
b. Haka við Endursetja lykilorð
c. Velja Uppfæra til að vista

4. Veljið Stjórnun / Viðhald skráa / Hlutverk
a. Veldu hlutverkið Verkbókhald / Fyrirspurnir, farðu með músina yfir fólkið fremst í línunni
b. Veldu að bæta við Hlutverkinu

5.
a. Veldu nafn viðkomandi starfsmanns
b. Veldu bæta við til að bæta hlutverkinu á starfsmanninn 

6. Nú getur starfsmaður skráð sig inn í gegnum vafra á símanum sínum me notendanafni og lykilorði í Reglu í gegnum: https://www.regla.is/fibs/spa
Þar smellir viðkomandi á Tímayfirlit

Þetta er viðmótið á tímaskráningu

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband