Búa til reikn sem byggir á afhendingarseðlum með CSV viðhengi
Senda CSV samantekt og færsluskrá með reikningum sem byggja á afhendingarseðlum.
1. Hver notandi Matstöðvarinnar sem er að gera reikninga, þarf að fara í
Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar
...og haka við "Búa til CSV samantekt úr afhendingarseðlum"
Þetta er bara gert einu sinni.
2. Næst er farið í
Sölukerfi > Skráning og viðhald > Reikningar
og byrjað á því að velja Tegund / Afhendingarseðill
3. Næst er valið Listun afhendingarseðla flipinn, þar velur þú viðskiptavin (a) sem þú vilt gera reikning fyrir, einnig þarf að passa að haka við "Vegna/verk á reikningslínur" (b) þegar verið er að vinna með afhendingarseðla áður en reikningur er gerður. Þetta þarf að passa í hvert skipti sem óskað er eftir samantekt með CSV. Í lokin er svo valið Leita (c)
4. Við það birtast allir Afhendingarseðlar fyrir viðkomandi viðskiptavin og til þess að gera reikninginn hakar þú við alla reikninga (a) og svo velur þú Gera reikninga (b)
5. Þegar búið er að gera reikninginn og komið er að því að senda og allt er er eins og á að vera þá koma tvö viðhengi með reikning, samantekt og færslulisti.