Sending reikninga úr Reglukerfi m/ eigin netfangi (gmail, outlook og fl)

1. Til að senda reikninga frá eigin tölvupóstfangi en ekki Reglu þarftu að bæta við eftirfarandi stillingum á notandann sem sendir reikninga.

Fyrst þarf að velja
Stjórnun > Viðhald skráa > Starfsmenn

a. Haka við "Use credentials for email"
b. Velja "Gmail (IMAP)" í Common e-mail services
c. Slá inn "Gmail tölvupóstfang" notanda í Account
d. Slá inn "Gmail lykilorð" notanda í Password
e. Slá inn "smtp.gmail.com" í Outgoing mail server
f. Slá inn "587"
g. Haka við "Use secure connection (SSL/TLS)

2. Næst þarf að virkja IMAP í Gmail stillingum notenda.
Það er gert með því að velja
Stillingar / Áframsending og POP/IMAP / IMAP-aðgangur

Þar þarf að haka við "Gera IMAP virkt"

Til að geta sent reikninga með Gmail þarf að leyfa "Aðgang ótraustari forrita" í Google Reiknings stillingum.

Það gerir þú hér: https://myaccount.google.com/lesssecureapps

Ef að Gmail aðgangurinn er með stillt á "Tvíþætt staðfesting" (2-Step Verification) þá mun síðan líta öðruvísi út.

Þá þarf að fara inná Google Account Security og finna "Innskráning á Google".
Hér velur þú Aðgangsorð forrita. 

Hér þarf að velja forrit og tæki. Gott er að velja bara Póstur í Velja forrit flipanum og svo velja tækið sem þú ert með í Velja tæki flipanum.
Þegar búið er að velja forrit og tæki er ýtt á búa til. 


Hér tekur þú afrit af Forritsaðgangsorðinu (Ctrl + C) og færir það yfir í Reglu. 

Stjórnun > Viðhald skráa > Starfsmenn og breytir þar aðgangsorðinu með nýja 16 stafa aðgangsorðinu sem þú varst að fá hjá Google.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband