Færa gögn á milli Reglu kerfa

Til að færa gögn úr einu Reglu kerfi í annað þarf að lesa úr því fyrra/gamla og lesa svo inn í það nýja. Algengast er að lesa á milli upplýsingar um Viðskiptamenn og Vörur.

1. Til að lesa úr fyrra/gamla Reglu kerfinu ferð þú í
Sölukerfi > Fyrirspurnir > Viðskiptamannalisti 
og/eða
Sölukerfi > Fyrirspurnir > Vörulisti

2. Þegar listinn opnast þarf að flytja listann yfir í Excel sniðmát og við það vistast afrit á viðkomandi lista í Excel sniðmáti á vélinni þinni.

3. Til að lesa gögn inn þarf að byrja á því að sækja sniðmát fyrir innflutning gagna.

a. Fyrst opnar þú Handbækur og stillingar með því að velja notendanafnið þitt efst hægra meginn á skjánum.
b. Því næst smellir þú á viðkomandi sniðmát til að sækja á vélina þína í þessu tilfelli Viðskiptamenn og Vörur.

4. Næst opnar þú sniðmátin og afritar gögnin inn í tómu gagnar innlestrar sniðmátin sem þú sóttir. Hægt er að fá leiðbeiningar fyrir hverjum dálk með því að fara með músina yfir rauða depilinn efst í hverjum dálk og þá opnast leiðbeiningar fyrir þeim dálki.

5. Þegar þú hefur svo fyllt út Excel sniðmátin lest þú þau inn í nýja Reglu kerfið með því að velja:
Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá

6. Við það opnast innlestrar formið

a. Veldu Excel sniðmátið sem þú ert að lesa inn Viðskiptamenn eða Vörur í þessu tilfelli
b. Veldu skránna sjálfa sem þú ætlar að lesa inn
c. Hakaðu við "Skrá inniheldur hauslínu
d. Ef þú ert með viðskiptamenn þegar í kerfinu þá velur þú hvort þú vilt uppfæra eða ekki
e. Hakaðu við rétt skiltákn fyrir þína tölvu (; eða ,)
f. Veldu Hlaða upp skrá
Ef allt er eðlilegt þá velur þú næst Flytja inn og gögnin verða lesinn inn í Reglu.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband