Flytja upplýsingar úr Tímon í Reglu með því að nota innlestur

Þú nærð upplýsingum úr Tímon í Reglu með því að nota innlestur í Reglu

1. Þú sækir sniðmátið með því að
2. Velja notendanafn Velja Handbækur og stillingar
3. Velja Excel sniðmátið "Tímafærslur í launakerfi"

Skjalið fyllir þú svo út með því að afrita gögn úr Tímon inn í viðkomandi reiti og þegar skjalið er klárt þarf að lesa það inn.
Sjá nánar í handbók  hérhér
Til að opna innlestrar viðmótið
1. Velur þú stjórnun (1) og
2. Flytja inn skrá
Í viðmótinu þarf að
1. Velja "Tímafærslur í launakerfi"
2. Velja eftirfarandi
a. Velja skrá til CSV formi til að hlaða upp
b. Haka við Skrá inniheldur hauslínu
c. Velja rétt skiltákn (fer eftir stillingum á tölvu sem er notuð til að útbúa skrá, ef ekki viss þá er best að opna skrána í Notepad forritinu og skoða þar hvaða skiltákn eru notuð , eða ;)
3. Hlaða upp skrá og ef það virkar þá
4. Flytja inn

Tímafærslan þarf að innihald upplýsingar í þessum dálkum, í réttri röð.

1.Kennitala starfsmanns
2.Launaliður númer
3.Tímafjöldi
4.Úttekt (má sleppa)
5.Tímabil til

Ekki skiptir máli hvort skráin inniheldur eina samtölufærslu pr. launþega,  pr. launalið, eða margar færslur.

  • Tímafjöldi getur innihaldið starfshlutfall ef launaliður er mánaðarlaun (0,75 = 75% starfshlutfall).
  • Úttekt getur verið t.d. vöruúttekt sem draga á frá launum. Ef notandi ætlar ekki að nota svæðið „Úttekt“ getur hann gert það óvirkt undir Röð dálka í innlestri undir Launabókhald>Viðhald skráa>Stýringar fyrir innflutning tímaskráning.

Tímafærslan má innihalda önnur svæði sem launakerfið notar ekki. Stýringar fyrir innlestur færslna eru skilgreindar undir Launabókhald>Viðhald skráa>Stýringar fyrir innflutning tímaskráninga. Þar er skilgreint hvar ofangreind svæði, sem krafa er um, eru í færslunni,  hvaða launaliðsnúmer í færslu varpast yfir í viðeigandi launalið í launakerfinu og form á dagsetningu í  “Tímabil til”.

Stýringar sem fylgja kerfinu eru skilgreindar þannig að þær virka fyrir tímafærslur úr kerfinu “Tímon” og ætti ekki að þurfa að breyta neinu fyrir innlestur úr því kerfi.

Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.

Tímafjöldi og úttekt mega vera með aukastöfum og skiptir þá ekki máli hvort notaður er punktur eða komma.

Tímafærslur sem fluttar eru inn í kerfið fara í gegnum villuleit:

Starfsmaður þarf að vera til í launakerfi.

Launaliður (númer), þ.e. sá launaliður sem innlesinn launaliður varpast í skv. stýringum fyrir innlestur,  þarf að vera skilgreindur á starfsmanni.

Tímabil til má ekki vera á tímabili sem þegar hafa verið reiknuð laun fyrir. Þau svæði sem eru með villum eru sýnd með rauðum bakgrunni. Þær tímafærslur sem ekki eru teknar með vegna þess að launaliðurinn er ekki skilgreindur í stýringum eru sýndar með gulum bakgrunni.

Dæmi um línur úr kerfinu Tímon:

1601542179;1;;;104;27,04;0;Deild;010814;310814

1601542179;1;;;208;;25000;Deild;010814;310814

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband