Canvas Catalog

Til þess að bæta við tengingu við Canvas Catalog þarf að fara í „Sölukerfi > Stjórnun > Vefverslun“. Þar er takki til þess að búa til nýja tengingu. Þegar smellt er á hann birtist viðmót sem sést hægra megin á myndinni þar sem slegin er inn slóðin á API Canvas Catalog, API lykil, notendanafn í Reglu og lykilorð hans. Reglunotandinn er notaður til þess að búa til reikninga Reglu megin og skrást aðgerðir á hann.

Canvas Catalog megin þurfa eftirfarandi „Custom Fields“ að vera til staðar og upplýsingar í þeim réttar:

  • kennitala
  • heimilsfang
  • stadur (Hér þarf póstnúmer að koma fram í fyrstu 3 stöfunum)
  • simi

A screenshot of a chat

AI-generated content may be incorrect.

Ef villa kemur upp við að færa inn reikning er sendur póstur á tölvupóstfang þess notanda svo mikilvægt er að notandinn sé með virkt pósthólf sem er vaktað af starfsmönnum. Sjá dæmi um villu hér að neðan þar sem „stadur“ sem er „Custom Field“ í Canvas Catalog hefur innihaldið „Akranes“ en ekki „300 Akranes“. Villur eins og þessar þarf að lagfæra Canvas Catalog megin og heldur keyrslan ekki áfram fyrr en þær lagfæringar hafa verið gerðar.

Tölvupóstur frá Reglu
Vefverslunarviðmót í Reglu

Í byrjun eru pantanir síðasta sólarhringinn sóttar í Canvas Catalog API og reikningar útbúnir. Þegar næsta keyrsla fer af stað er athugað hvenær síðasti reikningur barst og sú dagsetning notuð til síunar á niðurstöðum frá Canvas Catalog. Reikningar þar sem upphæð er 0kr eru ekki færðir inn.


Þegar reikningur er stofnaður, athugum við hvort vara sé til í Reglu þar sem vörunúmer er sama og listing ID í Canvas Catalog, sem er númerið á námskeiðinu. Ef það er ekki til þá búum við til nýja vöru í Reglu með upplýsingum úr Canvas Catalog.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband