GLN númer

GLN númer eru alþjóðleg númer sem eru notuð til að halda um útibú eða deildir fyrirtækja.


Viðskiptavinur með GLN númer

Flestir eru að nota GLN með þeim hætti að þau eru að selja fyrirtæki sem er með útibú/deildir sem eru með sömu kennitölu en þörf er að aðgreina rekstur.

Dæmi um þetta væri ef þú værir að selja Hagkaup þá þarftu að fá frá þeim GLN númer verslana sem þú ert að selja og færa inn í Reglu.


Byrjaðu á því að fara í Sölukerfi / Kasakerfi / Viðskiptamenn

  1. Hér stofnum við viðskiptamann Hagkaup Skeifan með því að slá inn kennitölu Hagkaup + tvo stafi sem við ákveðum (01). Ef um fleiri útibú/deildir er að ræða þá þarf að stofna viðskiptamann fyrir hvert og bæta við tveim stöfum fyriraftan kt hvers td. 02, 03, 04 osfrv.
  2. Sláðu inn nafn viðskiptamanns, hér er gott að nota móðurfélag og staðsetningu í Nafni viðskiptamanns.
  3. Veldu uppfæra

  1. Hér setjum við GLN nr á viðskiptavininn Hagkaup Skeifan sem við höfum fengið sent frá þeim
  2. Hakaðu við að nota GLN númer
  3. Veldu að uppfæra

Fyrirtæki í Reglu með GLN nr.

Einnig getum við verið fyrirtæki með GLN nr og þarf þá að skrá það inn á fyrirtækjaspjald.


Hægt er að sækja um GLN númer hjá GS1 á Íslandi hér:

https://www.gs1.is/thjonustur/gln


Byrjaðu á því að fara í Stjórnun / Viðhald skráa / Fyrirtækið

  1. Skáðu inn GLN nr. fyrirtækis
  2. Veldu að nota GLN númer
  3. Veldu Uppfæra

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband