Endurgjöf, tilkynningu um villu og ósk um virkni
Auðvelt er að senda endurgjöf í Reglu, tilkynna villu eða óska eftir virkni.
Innskráður notandi í vefviðmóti Reglu velur broskallinn neðst hægramegin í viðmóti.
Við það opnast val um að skrá:
- Almenna endurgjöf
- Tilkynna um villu
- Óska um virkni
Þegar gefin er endurgjöf er hægt að skrá:
- Stjörnugjöf
- Tölvupóst
- Almennar athugasemdir
Þegar villa er tilkynnt eða óskað er eftir virkni er hægt að skrá:
- Tölvupóst
- Titill / heiti á beiðni
- Lýsing á villunni / Lýsing á virkni
- Ýtarefni í formi skjáskots, myndbands eða viðhengis