Endurtengja Verifone VX posa

Ef netsamband dettur út þarf stundum að endurtengja VX posann.

Þetta er gert með að gefa honum nýja IP tölu.


Fyrsta skrefið er að ýta á gula takkann og svo stjörnu takkann á VX posanum.

Þá þarf að stimpla inn lykilorð söluaðila.

Ef það vantar er hægt að heyra í VeriFone og fá það gefið frá þeim.

Næst á að smella á Fleiri hnappinn

Velja næst TCP/IP

Hér þarf að breyta DHCP úr nei yfir í já og svo aftur tilbaka í nei.

Nei->Já->Nei

Þá er smellt á breyta hnappinn, sláð inn PIN ef þess er krafist aftur, ýtt á DHCP þannig Nei verður Já og smellt á vistað

Það getur tekið nokkrar sekúndur.

Svo aftur skrefið endurtekið og breytt úr Já aftur yfir í Nei.


Þá breytist IP talan. Gott er að skrifa hana niður, en svo er ýtt á rauða takkann þrisvar eða þangað til það er komið aftur á grunnskjá með Velkomin skilaboðunum.


Næst þarf að skrá sig inn á Reglu bakendann og þar farið í Stjórnun/Viðhald Skráa/Útstöðvar.


Þar þarf að velja kassann sem posinn er tengdur í og í honum fara í PosLocalSettings

Í PosLocalSettings á að breyta tölunni í PosIP yfir í nýju ip töluna

Líklega er nýja ip talan 192.168.???.??? þar sem spurningarmerkið er 1-3 stafa tala og gamla er alveg eins nema loka talan er önnur.

Sem dæmi

Gamla 192.168.1.25

Nýja 192.168.1.32


Næst er að loka ReglaPOS, opna aftur og athuga hvort það virkar ekki að senda á posann.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband