Endurtengja Verifone VX posa

Ef netsamband dettur út þarf stundum að endurtengja VX posann.

Þetta er gert með að gefa honum nýja IP tölu.


Fyrsta skrefið er að ýta á gula takkann og svo stjörnu takkann á VX posanum.

Þá þarf að stimpla inn lykilorð söluaðila.

Ef það vantar er hægt að heyra í VeriFone og fá það gefið frá þeim.

Næst á að smella á Fleiri hnappinn

Velja næst TCP/IP

Hér þarf að breyta DHCP úr nei yfir í já og svo aftur tilbaka í nei.

Nei->Já->Nei

Þá er smellt á breyta hnappinn, sláð inn PIN ef þess er krafist aftur, ýtt á DHCP þannig Nei verður Já og smellt á vistað

Það getur tekið nokkrar sekúndur.

Svo aftur skrefið endurtekið og breytt úr Já aftur yfir í Nei.


Þá breytist IP talan. Gott er að skrifa hana niður, en svo er ýtt á rauða takkann þrisvar eða þangað til það er komið aftur á grunnskjá með Velkomin skilaboðunum.


Þá er hægt að opna ReglaPOS,

velja tannhjólið (1)

og smella á "Terminal settings" (2)


Velur þar Verifone VX



Hér er hægt að uppfæra IP töluna á posanum


Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband