Útskýringar á hnöppum í ReglaPOS


ReglaPOS Handbók

Viðmót



  1. Vöruflokkar og Vörur
  2. Reikningur
  3. Stillingar og upplýsingar (name work in progress)
  4. Greiðslumátar og aðgerðir





  1. Hér birtast vöruflokkar og staðsetningar fyrir veitingastaði (t.d. borðnúmer). Ef ýtt er á vöruflokk opnast hann og birtir vörurnar í viðkomandi vöruflokki.
  2. Hérna birtast vörur sem hægt er að ýta á til þess að bæta þeim á reikning. Ef fleiri en 25 vörur eru í viðkomandi vöruflokki birtist ör í neðra hægra horni sem flettir um blaðsíðu og sýnir næstu vörur.

  1. Hér er hægt að velja og stofna viðskiptamenn. Sjálfgefinn viðskiptamaður er alltaf kt. 999999-9999 fyrir almenna staðgreiðslu.
  2. Í “vegna” reitinn er almennt skrifuð kennitala á nótur fyrir viðskiptamenn sem eru ekki í kerfinu. Hægt er að skrifa athugasemd fyrir bókhald ef þess er þörf í “athugasemd” reitinum.
  3. Hérna birtast allar vörur á reikningnum ásamt magni, einingarverði, afslætti og samtals upphæð.
  4. Hér er hægt að eyða vörunni sem er valinn út af reikningi.
  5. Prentar reikning/kvittun úr prentara.
  6. Sendir afrit af reikning í tölvupóst.
  7. Geymir reikning, oft notað ef manneskja þarf að skreppa frá eða á veitingastöðum ef greitt er í lokin.
  8. Ef reikningur er fullgerður þá hreinsast allir reitir í reikningi.
  9. Sýnir samtals magn vara, afslátt og heildarverð. Einnig hve mikið hefur verið greitt og eftirstöðvar.

  1. Hér er hægt að leita að öllum vörum í sprettiglugga, líka þeim sem myndu vanalega ekki sjást í kassakerfinu. Leita takkinn leitar í vörulista eftir vörunúmeri, vöruheiti, stuttri og langri lýsingu og fleira. Ef leitin tekur of langan tíma er hægt að stilla hvaða reitum er leitað í til dæmis bara vöruheiti og stuttri lýsingu.

    Þrengja leit takkinn leitar bara í vörum sem komu upp við það að ýta á leitartakka. Þetta er notað til að hraða á leit ef margar vörur eru í vörulista þannig kerfið sé ekki að leita alltaf í öllum vörum. 

  2. Hér er hægt að leita að viðskiptamönnum í kerfinu eftir kennitölu eða nafni. Einnig er hægt að stofna nýjan viðskiptavin.
  3. Sýnir geymda reikninga, hægt er að leita eftir reikningsnúmeri, pöntunarnúmeri og viðskiptamanni.
  4. Sýnir alla greidda reikninga, leitar eftir reikningsnúmeri, pöntunarnúmeri og viðskiptamanni. Ef reikningur er valinn er hægt að skoða hann í kerfinu.
  5. Skiptir á milli þess að selja vöru og skila vöru. Skiptir í raun að láta magn koma inn í mínus eða plús.
  6. Hægt að skoða posauppgjör en einungis fyrir VX seríuna á posum
  7. Prentar út Tax free nótu fyrir viðskiptavini. Athugið að virkja þarf það fyrst á Reglu bakenda.
  8. Skiptir um tungumál á kassa.
  9. Skipta um starfsmann, fyrst þarf að stofna þá í bakenda og svo nota plúsinn til að bæta þeim inn á listann. Hægt er að nota örina til að uppfæra gagnagrunn þegar bætt er inn starfsmönnum í bakenda. Einnig er hægt að stilla það að alltaf þarf að vera valinn starfsmaður í Reglu bakenda.
  10. Hægt er að prenta eða skoða kassauppgjör. Hægt að læsa því bakvið PIN númer í Reglu bakenda.
  11. Opnar peningaskúffu ef hún er til staðar og tengd.
  12. Læsir kassa þannig aftur þarf að skrá sig inn.
  13. Stillingar og fleira. Verður tekið betur fyrir að neðan.
  14. Stimpilklukka fyrir starfsmenn. Þarfnast þess að vera með verkbókhald í Reglu.

  1. Skiptir milli þess að prenta eða ekki prenta eintak korthafa.
  2. Skiptir milli þess að prenta eða ekki prenta eintak söluaðila
  3. Skiptir milli þess að prenta eða ekki prenta kvittun

    Til þess að þessar 3 stillingar vistast þarf að breyta þeim í útstöðvum eða í setupwizard annars breytast þær alltaf til baka ef ReglaPos forritinu er lokað.

  4. Setur PIN á starfsmann og bætir honum inn á starfsmanns hnappinn ef hann er ekki þar. Betra að setja PIN í Reglu bakenda þar sem betri yfirsýn er yfir því.
  5. Breytir útlits þema.
  6. Les inn nýjar stillingar/breytingar frá Reglu bakenda, einnig hægt að ýta bara á leit tvisvar í aðalskjá.
  7. Gott að nota við fyrstu uppsetningu til að setja upp kerfisstillingar sem dæmi sjálfvirka prentun eða staðfesti á að eyða vöru úr vörulínu.
  8. Skiptir yfir í það að prenta verðmiða fyrir vörur í staðinn fyrir að setja þær á reikning.
  9. Virkni í tilraunafasta.
  10. Virkni í tilraunafasa
  11. Hægt að skrifa inn ákveðnar skipanir sem dæmi til að sjá DeviceID í útstöðvum eða tengingu á posum.
  12. Fyrir uppsetningu/tengingu á posum.



  1. Textabox og reiknivél 
  2. Aðgerðir

    Del eyðir nýjasta staf í textaboxi

    CLR hreinsar textaboxið

    LEIT virkar eins og Finna vöru hnappurinn nema setur niðurstöður í vörusvæðið. Einnig er hægt að stilla hvaða svæðum hann er að leita í til að hraða á leit.

    - setur tölu í textaboxinu í mínus

    AFSL sendir upp sprettiglugga ef textabox er tómt sem leyfir að setja afslátt á vörur eða allan reikning.

    Ef textabox inniheldur tölu setur hann flatan afslátt á valda vöru.

    Ef textabox inniheldur prósentu setur hann prósentu afslátt á valda vöru

    VERÐ yfirritar verð einingarverð á valdri vöru.

    MAGN breytir magni í valdri vöru

    TEXT bætir við texta á valdri vöru, t.d. mínus tómatar á hamborgara

    ✂ notað til að skipta eftirstöðvum á reikning í hluta

  3. Greiðslumöguleikar

    Peningar, kort, kort handvirkt, í reikning, PEI, Netgíró, Aur, gjafabréf, inneign, erlendir seðlar, símgreiðsla og fleira.

    Marga af þessum valmöguleikum þarf að setja upp sérstaklega og virka ekki með öllum posum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband