Tengja MyPos posa

Virkar fyrir MyPos posa, athugið að þeir þurfa að vera beintengdir við tölvuna


Fyrst þarf að passa að posinn sé í "Slave mode", þetta er gert með því að senda Integrations@mypos.com e-mail með Serial númeri posans sem stendur á posanum undir S/N. Þetta getur tekið allt að sólarhring að koma í gegn.


Ef posinn er í "Slave mode" þarf að fara á https://www.fakta.is/reglapos og sækja PSX-USBDriver pakkann.

Svo þarf að extracta úr .zip sem er hægt að gera með því að hægri smella og gera extract all. Í eldri útgáfum af Windows þarf að vera með forrit eins og 7zip eða Winrar til þess að extracta.

7zip fylgir með Reglu kassakerfinu og ætti því að vera í tölvunni.

Windows 11:

Windows 10 og eldra

Svo þarf að fara inní folderið sem var verið að extracta og tvísmella á USBDriver og installa

Eftir það má endurræsa tölvuna. Þegar tölvan er komin aftur í gang þarf að tengja posann við tölvuna með snúrunni sem fylgir.


Næst þarf að fara í device manager

Inní device manager

  1. Smella á Ports (COM & LPT)
  2. Skrifa niður hjá sér COM töluna (á myndinni er það 3), hægrismella á USB Serial Device (COM-X)
  3. Smella á properties

Inní properties:

  1. Velja "Port Settings" efst
  2. Í Bits per second hafa 128000

Næst þarf að fara í kassakerfið

  1. Smella á tannhjólið
  2. Velja Uppsetning
  3. Skrifa myposext og smella á ok

Þá opnast þessi litli gluggi en í honum velja sama port og stóð í device manager (hjá mér COM3)

Þá ætti hann að vera tengdur, gott að senda greiðslu á hann og sjá hvort það kemur upp í posanum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband