Tengja PAX A920 posa frá Teya
Þessi hjálpargrein gildir einungis fyrir PAX A920 posa frá Teya, Notið VeriFone hjálpargreinarnar fyrir VeriFone posa frá Teya.
Byrja á að opna Reglu kassakerfið
- Smella á tannhjólið
- Í stillingar glugganum smella á uppsetning
- Í uppsetning glugganum skrifa salt201 og ýta á "ok"
Þá opnast innskráningar gluggi þar sem þarf að stimpla inn notendanafn og lykilorð sem fengið er frá Teya/Saltpay.
- Velja rétta búð
- Þá birtast terminals (posar). Velja réttan posa, hægt er að bera saman serial númer aftan á posa og það sem birtist í kassakerfinu
Næst þarf að passa að "Enable Pay at Counter Mode" sé valið í posanum.
Smella á þessar þrjár línur (gæti verið tannhjólsmerki). Gæti verið að hann biður um PIN númer sem fæst frá Teya
Velja "Stjórna eiginleikum"
Neðst er "Virkja Pay at Counter mode" sem þarf að virkja en þá fer greiðslan sjálfvirkt í posan þegar valið er að borga með korti í kassakerfinu.
Í lokin þarf að fara til baka á upphafsskjá í posanum, prufa að senda rukkun í kassakerfinu og sjá hvort hún birtist í posanum.