Tengja VeriFone Carbon posa
Þessi hjálpargrein virkar m.a. fyrir CM5, M424 og P630 posa
Það þarf að passa að þessir posar séu á sama WiFi og kassinn, en posarnir eru með Android stýrikerfi og virka því svipað og snjállsímar.
Til að byrja þarf að tengjast WiFi og finna IP-töluna á posanum.
Draga niður til að tengjast WiFi
Halda inni WiFi takkanum
Kveikja á WiFi og tengjast sama neti og kassanum
Eftir það er búið að tengjast er hægt að ýta á WiFi-ið sem er búið að tengjast til að sjá upplýsingar um tenginguna. Þar er IP-talan á posanum sem þarf að skrifa niður í kassakerfið (með punktum)
Þegar IP-talan er fundin og búið að skrifa hana niður hjá sér þarf að opna kassakerfið,
- Ýta á tannhjólið
- Þá opnast þessi gluggi en þar þarf að smella á uppsetning
- Þá opnast þessi gluggi og þar þarf að stimpla inn "vcarbon"
- Þá opnast þessi gluggi og hér þarf að stimpla inn IP-töluna sem fannst í posanum og ýta á ok
Það gæti tekið smá tíma en ef allt gekk upp þá ætti að koma upp gluggi sem segir til hvort tenging heppnaðist eða ekki.