Breyta verðum með innflutningsálfinum

Ef þörf er að breyta verði á mörgum vörum í einu er hægt að flytja út vörur í excel, breyta verðinu og flytja svo aftur inn í kerfið með innflutningsálfinum. 

Inn í Reglu þarf að finna vörulistann en hann er undir Sölukerfi/Fyrirspurnir/Vörulisti. 

Þá kemur sprettigluggi með vörulistanum sem inniheldur allar virkar vörur.

  1. Leita eftir vöruheiti eða vörunúmeri
  2. Flokka eftir vöruflokki
  3. Sýna óvirkar vörur.
  4. Ýta á leit til að uppfæra listann. 
  5. Nær í listann í excel

Ef einungis er verið að breyta einum vöruflokki þá þarf bara að velja hann í undir „vöruflokkur“, smella á leita og í lokin ýta á excel hnappinn. 


Ef það þarf að breyta fleiri vörum eða mörgum vörum í mismunandi flokkum er öruggast að flytja út vöruflokkana eða stakar vörur og sameina þær yfir í eitt excel skjal með copy/paste. 


Ef það er gert copy/paste beint úr vörulistanum þá geta dálkar sem innihalda ekki bókstaf og byrja á núll misst auka núllin sín.

Sem dæmi vörunúmerið 000001 verður 1. Í staðinn fyrir að uppfæra vöruna mun kerfið reyna að búa til nýja vöru með vörunúmerið 1. 

Hér er búið að útflytja vöruflokkinn húfur og allt sem innihélt orðið Beanie og vöruflokkinn 01-FA sem eru bolir. Það gæti þurft að ýta á „Enable editing“ til þess að vinna með skjalið. 

Næst er sameinað öll skjölin ef þess þarf og breytt verðum í annaðhvort „verð án vsk“ eða „verð m. vsk“ dálkunum.

Það þarf að velja milli þess hvort verið sé að breyta með vsk eða án vsk, ekki er hægt að vinna með bæði í einu, til þess þarf tvö skjöl. Þegar það er breytt verði m. vsk þá breytir kerfið sjálfkrafa verði án vsk við innflutning og öfugt. 

Næst þarf að fara í innflutningálfinn undir Stjórnum/Viðhald skráa/Innflutningsálfur 

  1. Smella á felliörina
  2. Velja Vörur viðbætur
  3. Draga inn excel skráina eða velja gegnum browse
  4. Hlaða upp skránni 

Hér er búið að setja inn rétt miðað við að það sé verið að uppfæra verð með vsk.

  1. Undir Verð er með vsk? þarf að velja já ef breytt var verðum með vsk eða nei ef breytt var verðum án vsk.  
  2. Haka við Uppfæra vörur sem eru til
  3. Haka við sleppa að nota sjálfgefna valmöguleika við uppfærslu
  4. Tengja dálka úr skjalinum við rétt svæði í reglu fyrir vörunúmer og vöruheiti.

    Ekki er þörf að tengja aðra dálka nema það sé verið að breyta gildum í þeim.

  5. Tengja annaðhvort verð án vsk eða verð m. vsk við Ein.verð eftir því sem verið er að breyta
  6. Villuleita og séð hvort kerfið finnur einhverjar villur. Ef einhverjar villur finnast er hægt að skoða niðurstöður villuleitar í excel formi og laga þær.
  7. Valkvæmt, en hægt er að vista þessar stillingar í sniðmát fyrir framtíðina.
  8. Ef engar villur finnast þarf bara að ýta á flytja inn og verðum hefur nú verið breytt.

Athugið að ef breytt var óvirkum vörum verða þær virkar.

Einnig er líka hægt að búa til nýjan dálk í excel skjalinu, skýra hann “ný verð” og stimpla inn uppfærð verð í hann og tengja hann í ein.verð í staðinn.

Þannig er hægt að nota excel aðgerðir til að handleika gamla verðið, sem dæmi

=Gamaltverð+500 sem hækkar verð um 500kr

=ROUND(Gamaltverð*1,5;0) til að hækka verð um 50% og námunda í heiltölu.

Þá er líka auðvelt að breyta verðum tilbaka með því að tengja aftur ein.verð við gamla verðið. 


Í raun er hægt að nota þessa aðferð til að breyta meiru en bara verði með því að tengja aðra/fleiri hluti undir "svæði í reglu" en útflutningurinn í kerfinu okkar og innflutningsálfurinn eru ekki fullkomlega samhæfðir þannig ákveðin áhætta að gera það án þess að fara vel yfir allt.


Sem dæmi flytjum við út:

Birgja með nafni en flytjum inn með kennitölu.

Við flytjum út heildsöluverð án vsk en flytjum inn með vsk,

Afsláttur fluttur út í brotum en er fluttur inn í heiltölu

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband