Uppsögn á Reglu

Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og tekur gildi frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir uppsögn.

Óski notandi eftir því er boðið upp á geymslu og aðgengi að gögnum eftir uppsögn gegn gjaldi.


Endurgjöf

Regla er í stöðugri þróun. Okkar þætti vænt um ef þú gætir bent okkur á atriði sem þú telur að betur mætti fara. Er eitthvað sem við getum gert í þróun kerfisins til að halda ykkur áfram í viðskiptum?


Uppsögn á þjónustum hjá þriðja aðila (t.d. rafrænir reikningar, edi og þjóðskrá, ef við á)

Ykkur til þæginda munum við segja upp fyrir ykkar hönd ef þið eruð með þjónustu hjá skeytamiðlara vegna rafrænna reikninga og/eða þjóðskráar uppflettingu við þjónustuaðila.


Leiðir til að ná gögnum úr Reglu

Það er unnt að keyra flestar fyrirspurnir og lista yfir í PDF skrá til geymslu sem ég ráðlegg þér að gera.

Það er líka unnt að taka fyrirspurnir yfir í excel skrár sem þú getur síðan raðað upp og breytt í CSV skrár sem henta til að setja inn í önnur kerfi ef þörf er fyrir.

Sennilega er samt auðveldast að klára þetta ár í Reglu og taka þá alla nauðsynlega lista yfir í PDF og byrja svo nýtt ár í nýju kerfi og færa bara yfir nauðsynlegustu upplýsingarnar.


Aðgengi að gögnum í Reglu (Geymsla)

Við bjóðum uppá að setja kerfið í geymslu, geymsla þýðir að við vistum gögnin þannig að þau séu aðgengileg fyrir fyrirspurnir og að þið hafið alltaf aðgang að öllum gögnunum ykkar og getið flett upp og prentað út. Að setja kerfið í geymslu kostar sem nemur tveggja mánaðar áskrift að fjárhagsbókhaldi á ári (sem er núna 11.200 kr. + VSK).


Óregluleg notkun

Við getum líka boðið þér að setja kerfið í óreglulega notkun þar til þú ferð að nota það aftur en það hefur reynst litlum aðilum með árstímabundin viðskipti vel. Þegar farið er að nota kerfið opnast það sjálfvirkt í að lágmarki 2 mánuði. Lágmarksgreiðsla á ári er tveggja mánaða áskrift.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband