Efling móttekur skilagreinar og innheimtar félagsgjöld

Efling stéttarfélag mun frá og með 1. janúar móttaka skilagreinar og innheimta félagsgjöld.


Breytingarnar vegna Efling og Gildi sem gera þarf í Reglu eru þessar:

1. Stofna Eflingu 2112 sem innheimtuaðila undir "Launabókhald>Viðhald skráa>Lífeyrissjóðir/innheimtuaðilar".

2. Breyta innheimtuaðila á stéttarfélaginu Eflingu undir "Launabókhald>Viðhald skráa>Stéttarfélög". Breyta innheimtuaðila úr Gildi í Eflingu.


Þetta er svo upplýsingar frá Eflingu vegna þessa máls:

Efling stéttarfélag mun frá og með 1.janúar 2024 móttaka skilagreinar og innheimta félagsgjöld fyrir félagsfólk Eflingar ásamt gjöldum í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Verkefnið var áður í höndum Gildis lífeyrissjóðs. Undirbúningur vegna þessarar móttöku er þegar hafinn og mun Efling miða að því að gera yfirfærsluna eins hnökralausa og kostur er fyrir launagreiðendur.

Vakin er athygli á nokkrum atriðum:

– Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2024.

– Áfram þarf að skila inn lífeyrissjóðsgjöldum og gjöldum í VIRK endurhæfingarsjóð til Gildis lífeyrissjóðs.

– Sendir verða greiðsluseðlar á heimabanka launagreiðenda þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og þær samþykktar.

– Það þarf ekki að skrá fyrirtæki áður en skilagrein er send inn.

– Gjalddagi er 15.hvers mánaðar og eindagi er síðasti virki dagur hvers mánaðar.

– Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

– Launakerfi:

Móttakanda á www.skilagrein.is verður breytt 1.1.24. Sum launakerfi uppfæra þessar upplýsingar sjálfkrafa og þarfnast því ekki breytinga af hálfu launagreiðanda. Vinsamlegast athugið hvernig þessu er háttað í viðkomandi launakerfi.

Í þeim tilvikum sem þarf að skrá nýjan móttakanda handvirkt er slóðin þessi: https://mitt.efling.is/WebService/Premium/SendPaymentInfo (ekki þörf á notendanafni og lykilorði en krefjist launakerfi þess er það kennitala fyrirtækis/greiðanda í báðum tilfellum).

– Vefskil:

Hægt er að senda inn skilagreinar í gegnum vefinn með því að smella á „Senda inn skilagrein“ hér að neðan.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á netfangið skilagrein@efling.is.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband